Litla myndin hans Jacksons 18. mars 2010 03:45 Rísandi stjarna og kóngurinn Peter Jackson var nánast tekinn í guðatölu eftir þríleikinn um Hringadróttinssögu. Hér er hann ásamt aðalleikkonu myndarinnar, Saoirse Ronan.NordicPhotos/Getty Kvikmynd Peter Jacskons, Svo fögur bein, verður frumsýnd í Sambíóunum um helgina. Þótt engar górillur eða orkar séu í þessari mynd er tæpast hægt að kalla hana smámynd. Vera Júlíusdóttir var viðstödd blaðamannafund Jacksons í London. Er þetta ekki bara einhver „stelpumynd"? varð einum vina minna að orði um Svo fögur bein (The Lovely Bones), nýjustu mynd leikstjórans Peters Jackson. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók Alice Sebold og er því beðið með töluverðri eftirvæntingu. Svo fögur bein fjallar um 14 ára stúlkuna Susie Salmon sem er myrt á hrottafenginn hátt. Eftir dauða sinn fylgist hún með fjölskyldu sinni vinna úr sorginni úr eins konar milliheimi, sem hvorki er handanheimur né himnaríki. Hún er full reiði yfir örlögum sínum og á erfitt með að sætta sig við að lífi hennar sé lokið. Faðir hennar og systir hefja þrotlausa leit að morðingjanum á meðan móðir hennar reynir að finna sálarfrið og sátt. Í huga Susie togast á hefndarþorsti og von um að sár fjölskyldunnar nái að gróa. Peter Jackson hreifst mjög af bók Alice Sebold og einnig Susan Sarandon, sem leikur stórt hlutverk í myndinni. Jackson segist hafa viljað gera mynd sem væri tiltölulega smá í sniðum eftir þríleikinn Hringadróttinssögu og stórmyndina King Kong. Svo fögur bein er þó tæplega hægt að kalla „litla" mynd. Mikið er í hana lagt og hún skartar leikurum eins og Susan Sarandon, Rachel Weisz og Stanley Tucci. Stúlkan Susie er leikin af Saoirse Ronan sem var afar eftirminnileg í myndinni Friðþæging (Atonement). Aðlögunin að kvikmyndaforminu var krefjandi að sögn leikstjórans og þurfti bæði að sleppa ýmsu úr bókinni og jafnframt bæta við. Í kvikmyndinni er til dæmis sýnt mun meira af Susie á meðan hún er á lífi heldur en í bókinni. Minna er gert úr hugleiðingum hennar í handanheiminum, og meira gert úr atburðarásinni fyrir og eftir dauða hennar. Jackson bjó til sína eigin útgáfu af draumkenndum milliheiminum sem Susie dvelur í eftir að hún deyr. Með flóknum tæknibrellum og tilfinningaþrungnu myndmáli leitaðist hann við að skapa heim sem væri líkt og hann sprytti úr undirmeðvitund Susiar, brothættan og síbreytilegan, stundum ógnandi en stundum fallegan. Jackson er sjálfur ekki viss um hvort hann trúir á líf eftir dauðann en viðurkennir þó að hafa séð draug einu sinni á Nýja-Sjálandi. Fyrstu myndir Jacksons voru grínhrollvekjur og fantasíur og innihéldu bæði vofur og uppvakninga. Himneskar verur (Heavenly Creatures) sem út kom 1994 festi Jackson í sessi sem alvöru leikstjóra. Hún var byggð á sönnum atburðum og fjallar um tvær stúlkur sem myrtu móður annarrar þeirra. Jackson segir Svo fögur bein „ekki vera morðsögu". Myndin sé upplífgandi og boðskapur hennar í grundvallaratriðum jákvæður þrátt fyrir þann hræðilega glæp sem er þungamiðja hennar. Aðspurður hvort honum þyki erfitt að standa undir væntingum eftir velgengni síðustu mynda sinna segir Jackson: „Þegar allt kemur til alls verður leikstjóri að gera myndir sem hann langar sjálfan til að horfa á." Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Sjá meira
Kvikmynd Peter Jacskons, Svo fögur bein, verður frumsýnd í Sambíóunum um helgina. Þótt engar górillur eða orkar séu í þessari mynd er tæpast hægt að kalla hana smámynd. Vera Júlíusdóttir var viðstödd blaðamannafund Jacksons í London. Er þetta ekki bara einhver „stelpumynd"? varð einum vina minna að orði um Svo fögur bein (The Lovely Bones), nýjustu mynd leikstjórans Peters Jackson. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók Alice Sebold og er því beðið með töluverðri eftirvæntingu. Svo fögur bein fjallar um 14 ára stúlkuna Susie Salmon sem er myrt á hrottafenginn hátt. Eftir dauða sinn fylgist hún með fjölskyldu sinni vinna úr sorginni úr eins konar milliheimi, sem hvorki er handanheimur né himnaríki. Hún er full reiði yfir örlögum sínum og á erfitt með að sætta sig við að lífi hennar sé lokið. Faðir hennar og systir hefja þrotlausa leit að morðingjanum á meðan móðir hennar reynir að finna sálarfrið og sátt. Í huga Susie togast á hefndarþorsti og von um að sár fjölskyldunnar nái að gróa. Peter Jackson hreifst mjög af bók Alice Sebold og einnig Susan Sarandon, sem leikur stórt hlutverk í myndinni. Jackson segist hafa viljað gera mynd sem væri tiltölulega smá í sniðum eftir þríleikinn Hringadróttinssögu og stórmyndina King Kong. Svo fögur bein er þó tæplega hægt að kalla „litla" mynd. Mikið er í hana lagt og hún skartar leikurum eins og Susan Sarandon, Rachel Weisz og Stanley Tucci. Stúlkan Susie er leikin af Saoirse Ronan sem var afar eftirminnileg í myndinni Friðþæging (Atonement). Aðlögunin að kvikmyndaforminu var krefjandi að sögn leikstjórans og þurfti bæði að sleppa ýmsu úr bókinni og jafnframt bæta við. Í kvikmyndinni er til dæmis sýnt mun meira af Susie á meðan hún er á lífi heldur en í bókinni. Minna er gert úr hugleiðingum hennar í handanheiminum, og meira gert úr atburðarásinni fyrir og eftir dauða hennar. Jackson bjó til sína eigin útgáfu af draumkenndum milliheiminum sem Susie dvelur í eftir að hún deyr. Með flóknum tæknibrellum og tilfinningaþrungnu myndmáli leitaðist hann við að skapa heim sem væri líkt og hann sprytti úr undirmeðvitund Susiar, brothættan og síbreytilegan, stundum ógnandi en stundum fallegan. Jackson er sjálfur ekki viss um hvort hann trúir á líf eftir dauðann en viðurkennir þó að hafa séð draug einu sinni á Nýja-Sjálandi. Fyrstu myndir Jacksons voru grínhrollvekjur og fantasíur og innihéldu bæði vofur og uppvakninga. Himneskar verur (Heavenly Creatures) sem út kom 1994 festi Jackson í sessi sem alvöru leikstjóra. Hún var byggð á sönnum atburðum og fjallar um tvær stúlkur sem myrtu móður annarrar þeirra. Jackson segir Svo fögur bein „ekki vera morðsögu". Myndin sé upplífgandi og boðskapur hennar í grundvallaratriðum jákvæður þrátt fyrir þann hræðilega glæp sem er þungamiðja hennar. Aðspurður hvort honum þyki erfitt að standa undir væntingum eftir velgengni síðustu mynda sinna segir Jackson: „Þegar allt kemur til alls verður leikstjóri að gera myndir sem hann langar sjálfan til að horfa á."
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið