Lífið

Syngur inn jólin í anda Mahaliu Jackson

Esther og Mahalia.
Esther og Mahalia.

„Þessir tónleikar eru farnir að skipa fastan sess í jólatónleikahaldi höfuðborgarsvæðisins. En þetta er 4 árið í röð sem þeir verða haldnir," segir söngkonan Esther Jökulsdóttir en hún ásamt Karlatríó og hljómsveit halda sína árlegu jólatónleika í Laugarneskirkju 17. desember kl 20:30.

Þar verða sungin jólalög af hinum vinsæla disk Silent Night sem til er á flest öllum íslenskum heimilum. Þar mun Esther og félagar syngja inn jólin í anda Mahaliu Jackson.

Einnig verða sungin þekkt gospel lög af plötunni Come to Jesus.

Fyrir þá sem komast ekki á fyrri tónleikana þá geta þeir mætt degi síðar en aðrir tónleikar verða haldnir 18 des kl. 17:00.

Húsið opnar um hálftíma fyrir tónleika. Miðasala fer fram á www.midi.is

Karlatríóið skipa:

Einar Clausen tenór, Benedikt Ingólfsson Bassi og Skarphéðinn Hjartarson tenór.

Hljómsveitina skipa : Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanó, Erik Qvick trommur

Gunnar Gunnarsson Hammondorgel, og Gunnar Hrafnsson kontrabassi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.