Ungur vörubílstjóri tekur þátt í fatahönnunarkeppni 13. ágúst 2010 06:00 Jóhanna Eva Gunnarsdóttir keyrir vörubíl og hannar föt undir sínu eigin merki, JEG Fashion. Fréttablaðið/ „Ég er búin að hafa áhuga á saumaskap síðan ég man eftir mér og fékk mína fyrstu saumavél fimm ára,“ segir vörubílstjórinn Jóhanna Eva Gunnarsdóttir. Eva tekur þátt í fatahönnunarkeppni á vegum Iceland Fashion Week í byrjun september. Hún hefur lagt stund á fatahönnunarnám í Fjölbrautskóla Suðurlands, Fjölbraut í Breiðholti og nú síðast í Tækniskólanum. Hún hefur verið með merkið sitt JEG Fashion í kollinum í smá tíma og saumað aðeins fyrir sína nánustu. „Ég sá þessa Martini-fatahönnunarkeppni auglýsta fyrir nokkru og ákvað að sækja um. Svo var haft samband við mig í byrjun vikunnar og mér boðið að taka þátt,“ segir Jóhanna. „Ég veit ekki hver verðlaunin eru enn þá en það verða bæði íslenskir og erlendir dómarar að dæma okkur sem taka þátt en hver og einn hönnuður sýnir sjö flíkur.“ Jóhanna segist hafa tekið meiraprófið um leið og hún gat eða þegar hún var 18 ára. „Bróðir minn var að fara og ég ákvað að skella mér með honum. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á bílum,“ segir Jóhanna og bætir við að hún hafi verið eins og grár köttur í kringum vinnuvélar og gröfur í sveitinni hjá ömmu sinn og afa á yngri árum. Hún er eina stelpan sem vinnur hjá Gámaþjónustunni við keyrslu og ber vinnufélögum sínum vel söguna. „Þetta er mjög líkamlega erfið vinna og það finnst mér fínt. Eina er að ég vil hafa minn bíl fyrir mig því mér finnst betra að vera með hreint í kringum mig í bílstjórasætinu,“ segir Jóhanna og hlær. Aðeins tvær vikur eru til stefnu í sjálfa keppnina en Jóhanna er hvergi bangin. „Ég fer bara að spýta í lófana núna. Mér finnst flottast þegar flíkur sýna kvenlegu línurnar svo það má segja að hönnun mín einkennist af svoleiðis sniðum.“ Aðspurð hvort hún mundi velja fatahönnun eða vörubílaakstur sem framtíðarstarf svara Jóhanna: „Bæði. Ég er heppin að geta nú þegar sinnt og starfað við bæði áhugamál mín.“ alfrun@frettabladid.is Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Fleiri fréttir „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sjá meira
„Ég er búin að hafa áhuga á saumaskap síðan ég man eftir mér og fékk mína fyrstu saumavél fimm ára,“ segir vörubílstjórinn Jóhanna Eva Gunnarsdóttir. Eva tekur þátt í fatahönnunarkeppni á vegum Iceland Fashion Week í byrjun september. Hún hefur lagt stund á fatahönnunarnám í Fjölbrautskóla Suðurlands, Fjölbraut í Breiðholti og nú síðast í Tækniskólanum. Hún hefur verið með merkið sitt JEG Fashion í kollinum í smá tíma og saumað aðeins fyrir sína nánustu. „Ég sá þessa Martini-fatahönnunarkeppni auglýsta fyrir nokkru og ákvað að sækja um. Svo var haft samband við mig í byrjun vikunnar og mér boðið að taka þátt,“ segir Jóhanna. „Ég veit ekki hver verðlaunin eru enn þá en það verða bæði íslenskir og erlendir dómarar að dæma okkur sem taka þátt en hver og einn hönnuður sýnir sjö flíkur.“ Jóhanna segist hafa tekið meiraprófið um leið og hún gat eða þegar hún var 18 ára. „Bróðir minn var að fara og ég ákvað að skella mér með honum. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á bílum,“ segir Jóhanna og bætir við að hún hafi verið eins og grár köttur í kringum vinnuvélar og gröfur í sveitinni hjá ömmu sinn og afa á yngri árum. Hún er eina stelpan sem vinnur hjá Gámaþjónustunni við keyrslu og ber vinnufélögum sínum vel söguna. „Þetta er mjög líkamlega erfið vinna og það finnst mér fínt. Eina er að ég vil hafa minn bíl fyrir mig því mér finnst betra að vera með hreint í kringum mig í bílstjórasætinu,“ segir Jóhanna og hlær. Aðeins tvær vikur eru til stefnu í sjálfa keppnina en Jóhanna er hvergi bangin. „Ég fer bara að spýta í lófana núna. Mér finnst flottast þegar flíkur sýna kvenlegu línurnar svo það má segja að hönnun mín einkennist af svoleiðis sniðum.“ Aðspurð hvort hún mundi velja fatahönnun eða vörubílaakstur sem framtíðarstarf svara Jóhanna: „Bæði. Ég er heppin að geta nú þegar sinnt og starfað við bæði áhugamál mín.“ alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Fleiri fréttir „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sjá meira