Ungur vörubílstjóri tekur þátt í fatahönnunarkeppni 13. ágúst 2010 06:00 Jóhanna Eva Gunnarsdóttir keyrir vörubíl og hannar föt undir sínu eigin merki, JEG Fashion. Fréttablaðið/ „Ég er búin að hafa áhuga á saumaskap síðan ég man eftir mér og fékk mína fyrstu saumavél fimm ára,“ segir vörubílstjórinn Jóhanna Eva Gunnarsdóttir. Eva tekur þátt í fatahönnunarkeppni á vegum Iceland Fashion Week í byrjun september. Hún hefur lagt stund á fatahönnunarnám í Fjölbrautskóla Suðurlands, Fjölbraut í Breiðholti og nú síðast í Tækniskólanum. Hún hefur verið með merkið sitt JEG Fashion í kollinum í smá tíma og saumað aðeins fyrir sína nánustu. „Ég sá þessa Martini-fatahönnunarkeppni auglýsta fyrir nokkru og ákvað að sækja um. Svo var haft samband við mig í byrjun vikunnar og mér boðið að taka þátt,“ segir Jóhanna. „Ég veit ekki hver verðlaunin eru enn þá en það verða bæði íslenskir og erlendir dómarar að dæma okkur sem taka þátt en hver og einn hönnuður sýnir sjö flíkur.“ Jóhanna segist hafa tekið meiraprófið um leið og hún gat eða þegar hún var 18 ára. „Bróðir minn var að fara og ég ákvað að skella mér með honum. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á bílum,“ segir Jóhanna og bætir við að hún hafi verið eins og grár köttur í kringum vinnuvélar og gröfur í sveitinni hjá ömmu sinn og afa á yngri árum. Hún er eina stelpan sem vinnur hjá Gámaþjónustunni við keyrslu og ber vinnufélögum sínum vel söguna. „Þetta er mjög líkamlega erfið vinna og það finnst mér fínt. Eina er að ég vil hafa minn bíl fyrir mig því mér finnst betra að vera með hreint í kringum mig í bílstjórasætinu,“ segir Jóhanna og hlær. Aðeins tvær vikur eru til stefnu í sjálfa keppnina en Jóhanna er hvergi bangin. „Ég fer bara að spýta í lófana núna. Mér finnst flottast þegar flíkur sýna kvenlegu línurnar svo það má segja að hönnun mín einkennist af svoleiðis sniðum.“ Aðspurð hvort hún mundi velja fatahönnun eða vörubílaakstur sem framtíðarstarf svara Jóhanna: „Bæði. Ég er heppin að geta nú þegar sinnt og starfað við bæði áhugamál mín.“ alfrun@frettabladid.is Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Sjá meira
„Ég er búin að hafa áhuga á saumaskap síðan ég man eftir mér og fékk mína fyrstu saumavél fimm ára,“ segir vörubílstjórinn Jóhanna Eva Gunnarsdóttir. Eva tekur þátt í fatahönnunarkeppni á vegum Iceland Fashion Week í byrjun september. Hún hefur lagt stund á fatahönnunarnám í Fjölbrautskóla Suðurlands, Fjölbraut í Breiðholti og nú síðast í Tækniskólanum. Hún hefur verið með merkið sitt JEG Fashion í kollinum í smá tíma og saumað aðeins fyrir sína nánustu. „Ég sá þessa Martini-fatahönnunarkeppni auglýsta fyrir nokkru og ákvað að sækja um. Svo var haft samband við mig í byrjun vikunnar og mér boðið að taka þátt,“ segir Jóhanna. „Ég veit ekki hver verðlaunin eru enn þá en það verða bæði íslenskir og erlendir dómarar að dæma okkur sem taka þátt en hver og einn hönnuður sýnir sjö flíkur.“ Jóhanna segist hafa tekið meiraprófið um leið og hún gat eða þegar hún var 18 ára. „Bróðir minn var að fara og ég ákvað að skella mér með honum. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á bílum,“ segir Jóhanna og bætir við að hún hafi verið eins og grár köttur í kringum vinnuvélar og gröfur í sveitinni hjá ömmu sinn og afa á yngri árum. Hún er eina stelpan sem vinnur hjá Gámaþjónustunni við keyrslu og ber vinnufélögum sínum vel söguna. „Þetta er mjög líkamlega erfið vinna og það finnst mér fínt. Eina er að ég vil hafa minn bíl fyrir mig því mér finnst betra að vera með hreint í kringum mig í bílstjórasætinu,“ segir Jóhanna og hlær. Aðeins tvær vikur eru til stefnu í sjálfa keppnina en Jóhanna er hvergi bangin. „Ég fer bara að spýta í lófana núna. Mér finnst flottast þegar flíkur sýna kvenlegu línurnar svo það má segja að hönnun mín einkennist af svoleiðis sniðum.“ Aðspurð hvort hún mundi velja fatahönnun eða vörubílaakstur sem framtíðarstarf svara Jóhanna: „Bæði. Ég er heppin að geta nú þegar sinnt og starfað við bæði áhugamál mín.“ alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Sjá meira