Fræg á fölskum forsendum 30. júlí 2010 06:15 Belgíski tónlistarmaðurinn hefur viðurkennt að hafa ekki sungið lagið Ca Plane Pour Moi.nordicphotos/getty Belgíski tónlistarmaðurinn Plastic Bertrand hefur viðurkennt að hafa ekki sungið lagið Ca Plane Pour Moi sem kom út árið 1977 við miklar vinsældir. Bertrand er ekki sá fyrsti sem slær í gegn á fölskum forsendum. Plastic Bertrand steig fram á sjónarsviðið með lagið Ca Plane Pour Moi árið 1977 og árið eftir komst það í áttunda sæti á breska vinsældarlistanum. Íslendingar ættu að kannast við lagið því Hemmi Gunn tók það upp á sína arma og söng það í íslenskri þýðingu, Einn dans við mig. Réttarhöld hafa staðið yfir í Belgíu til að skera úr um hver hafi í raun og veru sungið Ca Plane Pour Moi. Upptökustjóri þess, Lou Deprijck, gaf út sína útgáfu af laginu árið 2006 og hélt því fram að hann hefði líka sungið upprunalegu útgáfuna. Þá fór málið fyrir dómstóla og Bertrand var dæmdur sigur. Núna hefur aftur verið réttað í málinu og eftir að belgískur málvísindamaður úrskurðaði að Bertrand gæti ekki hafa sungið lagið, viðurkenndi hann loksins að hafa logið að almenningi. „Þetta var ekki röddin mín. Mig langaði að syngja en hann hleypti mér ekki inn í hljóðverið," sagði Bertrand. Hann bætti við að Deprijck hafi beðið hann um að þegja yfir sannleikanum og fá í staðinn 0,5% af höfundarlaununum. Lofaði hann að rödd Bertrand yrði notuð í annarri útgáfu lagsins en stóð ekki við það. Mörg önnur dæmi eru til um að söngvarar slái í gegn á fölskum forsendum með því að þykjast syngja. Það þekktasta er líklega poppdúóið Milli Vanilli frá níunda áratugnum, sem var skipað þeim Fabrice Morvan og Robert Pilatus. Þeir áttu nokkur vinsæl lög, þar á meðal Girl I"m Gonna Miss You og fengu meira að segja Grammy-verðlaun fyrir „frammistöðu" sína. Þegar í ljós kom að þeir höfðu aldrei sungið lögin urðu þeir að aðhlátursefni í tónlistarbransanum. Þýskur upptökustjóri lagsins hafði ákveðið að hinir raunverulegu söngvarar hefðu ekki útlitið með sér til að fylgja laginu eftir opinberlega. Ítalska danshljómsveitin Black Box komst á toppinn árið 1989 með laginu Ride On Time. Dansdívan Loleatta Holloway söng upprunalegu útgáfuna árið 1980 en fyrirsætan Katherina Quinol, „söngkona" Black Box, þóttist vera með kröftuga rödd Holloway í breska tónlistarþættinum Top of the Pops. Á undanförnum árum hafa söngkonurnar Ashlee Simpson og Britney Spears báðar verið gagnrýndar fyrir að þykjast syngja á tónleikum. „Söngur" Simpson í þættinum Saturday Night Live er frægur. Þar spilaði hljómsveit þáttarins eitt lag á meðan upptaka með rödd Simpson við annað lag hljómaði undir. Spears hefur viðurkennt að þykjast syngja hluta af lögunum sínum á tónleikum. Þannig vill hún komast hjá því að kröftug dansatriðin hafi áhrif á rödd hennar. Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fleiri fréttir Heidi óþekkjanleg að venju Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira
Belgíski tónlistarmaðurinn Plastic Bertrand hefur viðurkennt að hafa ekki sungið lagið Ca Plane Pour Moi sem kom út árið 1977 við miklar vinsældir. Bertrand er ekki sá fyrsti sem slær í gegn á fölskum forsendum. Plastic Bertrand steig fram á sjónarsviðið með lagið Ca Plane Pour Moi árið 1977 og árið eftir komst það í áttunda sæti á breska vinsældarlistanum. Íslendingar ættu að kannast við lagið því Hemmi Gunn tók það upp á sína arma og söng það í íslenskri þýðingu, Einn dans við mig. Réttarhöld hafa staðið yfir í Belgíu til að skera úr um hver hafi í raun og veru sungið Ca Plane Pour Moi. Upptökustjóri þess, Lou Deprijck, gaf út sína útgáfu af laginu árið 2006 og hélt því fram að hann hefði líka sungið upprunalegu útgáfuna. Þá fór málið fyrir dómstóla og Bertrand var dæmdur sigur. Núna hefur aftur verið réttað í málinu og eftir að belgískur málvísindamaður úrskurðaði að Bertrand gæti ekki hafa sungið lagið, viðurkenndi hann loksins að hafa logið að almenningi. „Þetta var ekki röddin mín. Mig langaði að syngja en hann hleypti mér ekki inn í hljóðverið," sagði Bertrand. Hann bætti við að Deprijck hafi beðið hann um að þegja yfir sannleikanum og fá í staðinn 0,5% af höfundarlaununum. Lofaði hann að rödd Bertrand yrði notuð í annarri útgáfu lagsins en stóð ekki við það. Mörg önnur dæmi eru til um að söngvarar slái í gegn á fölskum forsendum með því að þykjast syngja. Það þekktasta er líklega poppdúóið Milli Vanilli frá níunda áratugnum, sem var skipað þeim Fabrice Morvan og Robert Pilatus. Þeir áttu nokkur vinsæl lög, þar á meðal Girl I"m Gonna Miss You og fengu meira að segja Grammy-verðlaun fyrir „frammistöðu" sína. Þegar í ljós kom að þeir höfðu aldrei sungið lögin urðu þeir að aðhlátursefni í tónlistarbransanum. Þýskur upptökustjóri lagsins hafði ákveðið að hinir raunverulegu söngvarar hefðu ekki útlitið með sér til að fylgja laginu eftir opinberlega. Ítalska danshljómsveitin Black Box komst á toppinn árið 1989 með laginu Ride On Time. Dansdívan Loleatta Holloway söng upprunalegu útgáfuna árið 1980 en fyrirsætan Katherina Quinol, „söngkona" Black Box, þóttist vera með kröftuga rödd Holloway í breska tónlistarþættinum Top of the Pops. Á undanförnum árum hafa söngkonurnar Ashlee Simpson og Britney Spears báðar verið gagnrýndar fyrir að þykjast syngja á tónleikum. „Söngur" Simpson í þættinum Saturday Night Live er frægur. Þar spilaði hljómsveit þáttarins eitt lag á meðan upptaka með rödd Simpson við annað lag hljómaði undir. Spears hefur viðurkennt að þykjast syngja hluta af lögunum sínum á tónleikum. Þannig vill hún komast hjá því að kröftug dansatriðin hafi áhrif á rödd hennar.
Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fleiri fréttir Heidi óþekkjanleg að venju Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira