Fimm konur saka Gunnar í Krossinum um kynferðisbrot 26. nóvember 2010 06:00 Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins, hafnar með öllu þeim ásökunum sem hann er borinn. Fréttablaðið/Anton Fimm konur hafa stigið fram og sakað Gunnar Þorsteinsson, forstöðumann trúfélagsins Krossins, um að hafa brotið á þeim kynferðislega. Brotin eru samkvæmt lýsingum kvennanna fyrnd að lögum sökum þess hversu langt er liðið frá því að þau áttu sér stað. Ásakanirnar koma fram í bréfi sem sent var öllum stjórnarmönnum í Krossinum í gær og birt á vefmiðlinum Pressunni í kjölfarið. Því fylgir vitnisburður fimm kvenna þar sem þær rekja á hvern hátt brotið hafi verið gegn þeim. Tvær kvennanna eru systur fyrrverandi eiginkonu Gunnars, þær Sigríður og Sólveig Guðnadætur. Þá sakar Brynja Dröfn Ísfjörð Gunnar um að hafa brotið gegn henni, auk tveggja kvenna sem ekki eru nafngreindar í bréfinu. Undir bréfið skrifa Ásta Knútsdóttir og Sesselja Engilráð Barðdal. Þær eru ekki í hópi þeirra kvenna sem saka Gunnar um að hafa brotið gegn þeim, en hafa tekið að sér að aðstoða konurnar. Í bréfinu er tekið fram að meint brot séu öll fyrnd að lögum. „Það er hins vegar ljóst að afleiðingarnar sem konurnar, sem nokkrar voru unglingar undir lögaldri þegar á þeim var brotið, fyrnast ekki,“ segir í bréfinu. „Reynsla þessi hefur valdið þeim ómældri sálarangist, kvöl og margvíslegum erfiðleikum. Má þar nefna skömm og sektarkennd, auk þess sem þær hafa upplifað blekkingu og svik, þöggun, vanmátt, niðurbrot og valdníðslu,“ segir þar enn fremur. Ásta segir það stjórnar Krossins að ákveða til hvaða aðgerða verði gripið. Hún telur þó augljóst að Gunnar verði að víkja sem forstöðumaður Krossins í ljósi fjölda og alvarleika brotanna. „Við erum að tala um kirkju, og fólk verður að vera öruggt í sinni kirkju, það er grundvallaratriði,“ segir Sesselja. Þær Ásta og Sesselja segja tilgang kvennanna með því að stíga fram fyrst og fremst þann að koma í veg fyrir að fleiri stúlkur eða konur verði fyrir svipaðri reynslu af hendi Gunnars. Ásta segir mál þessara fimm kvenna aðeins toppinn á ísjakanum, og er sannfærð um að fleiri konur muni stíga fram í kjölfarið. Í kjölfar umfjöllunar vefmiðilsins Pressunnar í gær hafi fleiri konur sett sig í samband við þær. Hún segir Gunnar og hans nánustu fjölskyldu hafa reynt að þagga niður í konunum eftir að í ljós kom að þær ætluðu að stíga fram. Það hafi verið gert með ítrekuðum símtölum og heimsóknum. Kynferðisbrotamál sem upp hafa komið innan þjóðkirkjunnar hafa hróflað mikið við konum sem brotið hefur verið á með sambærilegum hætti segir Sesselja. „Sársaukinn hefur komið upp aftur þegar fjallað hefur verið um sambærileg mál, og þá var bara spurningin hvort þær ættu að liggja áfram í sinni skömm, eða hvort þær ættu að skila henni til baka.“brjann@frettabladid.is Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
Fimm konur hafa stigið fram og sakað Gunnar Þorsteinsson, forstöðumann trúfélagsins Krossins, um að hafa brotið á þeim kynferðislega. Brotin eru samkvæmt lýsingum kvennanna fyrnd að lögum sökum þess hversu langt er liðið frá því að þau áttu sér stað. Ásakanirnar koma fram í bréfi sem sent var öllum stjórnarmönnum í Krossinum í gær og birt á vefmiðlinum Pressunni í kjölfarið. Því fylgir vitnisburður fimm kvenna þar sem þær rekja á hvern hátt brotið hafi verið gegn þeim. Tvær kvennanna eru systur fyrrverandi eiginkonu Gunnars, þær Sigríður og Sólveig Guðnadætur. Þá sakar Brynja Dröfn Ísfjörð Gunnar um að hafa brotið gegn henni, auk tveggja kvenna sem ekki eru nafngreindar í bréfinu. Undir bréfið skrifa Ásta Knútsdóttir og Sesselja Engilráð Barðdal. Þær eru ekki í hópi þeirra kvenna sem saka Gunnar um að hafa brotið gegn þeim, en hafa tekið að sér að aðstoða konurnar. Í bréfinu er tekið fram að meint brot séu öll fyrnd að lögum. „Það er hins vegar ljóst að afleiðingarnar sem konurnar, sem nokkrar voru unglingar undir lögaldri þegar á þeim var brotið, fyrnast ekki,“ segir í bréfinu. „Reynsla þessi hefur valdið þeim ómældri sálarangist, kvöl og margvíslegum erfiðleikum. Má þar nefna skömm og sektarkennd, auk þess sem þær hafa upplifað blekkingu og svik, þöggun, vanmátt, niðurbrot og valdníðslu,“ segir þar enn fremur. Ásta segir það stjórnar Krossins að ákveða til hvaða aðgerða verði gripið. Hún telur þó augljóst að Gunnar verði að víkja sem forstöðumaður Krossins í ljósi fjölda og alvarleika brotanna. „Við erum að tala um kirkju, og fólk verður að vera öruggt í sinni kirkju, það er grundvallaratriði,“ segir Sesselja. Þær Ásta og Sesselja segja tilgang kvennanna með því að stíga fram fyrst og fremst þann að koma í veg fyrir að fleiri stúlkur eða konur verði fyrir svipaðri reynslu af hendi Gunnars. Ásta segir mál þessara fimm kvenna aðeins toppinn á ísjakanum, og er sannfærð um að fleiri konur muni stíga fram í kjölfarið. Í kjölfar umfjöllunar vefmiðilsins Pressunnar í gær hafi fleiri konur sett sig í samband við þær. Hún segir Gunnar og hans nánustu fjölskyldu hafa reynt að þagga niður í konunum eftir að í ljós kom að þær ætluðu að stíga fram. Það hafi verið gert með ítrekuðum símtölum og heimsóknum. Kynferðisbrotamál sem upp hafa komið innan þjóðkirkjunnar hafa hróflað mikið við konum sem brotið hefur verið á með sambærilegum hætti segir Sesselja. „Sársaukinn hefur komið upp aftur þegar fjallað hefur verið um sambærileg mál, og þá var bara spurningin hvort þær ættu að liggja áfram í sinni skömm, eða hvort þær ættu að skila henni til baka.“brjann@frettabladid.is
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira