Lífið

Fagna plötuútgáfu

Hljómsveitin Agent Fresco stígur á svið á laugardagskvöld.
fréttablaðið/Valli
Hljómsveitin Agent Fresco stígur á svið á laugardagskvöld. fréttablaðið/Valli
Plötuútgáfan Record Records ætlar að fagna uppskeru ársins með veglegri tónleikaveislu á Faktorý á föstudags- og laugardagskvöld. Ensími, Bloodgroup, Of Monsters and Men og Sing For Me Sandra stíga á svið fyrra kvöldið en Agent Fresco, Moses Hightower, For a Minor Reflection og Útidúr á því síðara.

„Þetta var í fyrra á Sódómu og gekk ósköp vel. Þá var þetta haldið á miðvikudegi en það var bara eins og á laugardagskvöldi,“ segir Haraldur Leví hjá Record Records. „Núna leigðum við nýtt hljóðkerfi og þetta verða stærstu tónleikar ársins á Faktorý.“

Miðaverð er 1.000 krónur á stakt kvöld og 1.500 kr. á bæði kvöldin. Húsið verður opnað kl. 22 bæði kvöldin og hefjast tónleikarnir hálftíma síðar. Forsala miða fer fram á Midi.is, í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi og Brimi í Kringlunni.- fb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.