Innlent

Öskufallið dreifist umhverfis jökulinn

Minna ber nú á stórum hraunslettum en í gær og eldingar haf ekki verið í gosinu síðan í fyrrinótt.
Minna ber nú á stórum hraunslettum en í gær og eldingar haf ekki verið í gosinu síðan í fyrrinótt.

Búist er við að öskufall úr Eyjafjallajökli dreifist umhverfis jökulinn í dag, en ekki aðeins til suðurs og suðausturs, eins og verið hefur. Nú er réttur mánuður síðan gos hófst í Fimmvörðuhálsi, sem flutti sig svo í Eyjafjallajökulinn.

Vindur er að snúast til suðlægrar áttar, en á svo aftur að snúast til norðanáttar á morgun. Öskufall er álíka og eftir að það fór að minnka í gær, en gosórói helst svipaður og í gær.

Minna ber nú á stórum hraunslettum en í gær og eldingar haf ekki verið í gosinu síðan í fyrrinótt. Þá hafa ekki orðið flóð í Markarfljóti og hraun rennur ekki enn út úr gígnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×