Innlent

Lögreglan rannsakar nauðgun í Elliðaárdal

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Elliðaárdalur.
Elliðaárdalur.
Lögreglan kannar nú vísbendingar sem henni hefur borist um að konu hafi verið nauðgað þar sem hún var á göngu í Elliðaárdalnum að kvöldi mánudagsins í síðustu viku. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að tilkynning hafi borist um nauðgunina og að málið sé til rannsóknar.

Samkvæmt frétt á fréttavef DV hefur konan greint frá því að hún hafi verið á gangi þegar hún mætti þar karlmanni. Hún segist hafa rankað við sér þar sem ljóst hafi verið að maðurinn hafi komið fram vilja sínum. Konuna grunaði að hún hafi verið sprautuð með einhverju deyfilyfi.

Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar, segir að stúlkan hafi verið flutt á Neyðarmótttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis og lögreglan eigi eftir að fá gögn þaðan. Þá verður tekin skýrsla af konunni í kvöld. Þangað til sé málið mjög óskýrt.

Björgvin segir mjög fátítt að ráðist sé á konur á víðavangi og þeim nauðgað






Fleiri fréttir

Sjá meira


×