Viðræður við ESB lykilatriði 19. júlí 2010 04:00 Forstjóri Marorku segist hafa fengið jákvæð viðbrögð frá þingmönnum við bréfi sem hann sendi. Dr. Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Marorku og formaður Samtaka fyrirtækja í orku- og umhverfistækni, sendi öllum þingmönnum bréf þar sem hann biðlaði til þingmanna og stjórnvalda að sýna samstöðu um stöðugleika til að skapa viðunandi starfsskilyrði fyrir hugverkaiðnað í landinu. Hann segir Íslendinga vera að missa trúverðugleika sinn á erlendum mörkuðum og mikilvægt sé að framtíðarvöxtur hugverkaiðnaðarins fari fram á Íslandi. „Erlendir markaðir finna fyrir óstöðugleikanum í íslenskum stjórnmálum,“ segir hann. „Þetta er farið að skaða okkur gríðarlega og eftir því sem lengri tími líður, verður skaðinn meiri.“ Útflutningur á sviði hugverkaiðnaðar nemur um 20 prósentum af heildarútflutningi landsins og segir Jón Ágúst lykilatriði að halda samningaviðræðum við Evrópusambandið (ESB) áfram. „Við mætum þeim viðhorfum erlendis að við göngum til samninga og drögum okkur svo í hlé. Við viljum ekki borga skuldir okkar. Við viljum ekki starfa með þeim sem lána okkur peninga, eins og AGS. Svona viðhorf stórskaða viðskipti okkar,“ segir Jón Ágúst. „Við verðum að sýna fram á að við munum klára þessi mál. Í viðskiptum er trúverðugleiki allt.“ Ársvelta fyrirtækja innan hugverkaiðnaðarins nemur um 150 milljörðum hér á landi, en um 200 milljörðum erlendis. Um 10 þúsund Íslendingar starfa í iðnaðinum. Marorka er með nær öll sín viðskipti á erlendum mörkuðum og segir Jón Ágúst litlar forsendur fyrir því að vöxtur fyrirtækisins verði á Íslandi eins og ástandið sé í dag. „Okkur finnst gott að vera á Íslandi en engar forsendur eru fyrir frekari vexti fyrirtækisins á Íslandi nema skilyrðin batni,“ segir hann. „Við erum svo lánsöm að eiga helming hugverkaiðnaðarins hér á landi og á því verðum við að byggja.“ Jón Ágúst segir að það vanti almenna vitund um mikilvægi og stærð iðnaðarins og fjölmiðlar spili þar lykilhlutverk. „Atvinnulífið telur skýrslu AGS vera bestu úttekt á íslensku skattkerfi sem gerð hefur verið og jákvætt innlegg í umræðu um skattkerfi Íslands. Fjölmiðlar þurfa að tileinka sér faglega umfjöllun í öllum þessum mikilvægu málum. Öll umræða hér á landi er alþjóðleg umræða.“ Hann segir þingmenn hafa sýnt mikil og jákvæð viðbrögð við bréfinu og almennur skilningur ríki á því að samvinnu sé þörf til þess að koma landinu á réttan kjöl. „Ruðningsáhrif síðustu tíu ára gerðu það að verkum að vöxtur fyrirtækjanna varð að miklu leyti erlendis. Til þess að þessir miklu fjármunir og hugvit færist aftur heim til Íslands er breytinga þörf,“ segir Jón Ágúst. „Hugverkaiðnaðurinn er eins og blaut sápa – ef þú kreistir hann of mikið þá hverfur hann úr höndunum á þér.“ sunna@frettabladid.is Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Dr. Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Marorku og formaður Samtaka fyrirtækja í orku- og umhverfistækni, sendi öllum þingmönnum bréf þar sem hann biðlaði til þingmanna og stjórnvalda að sýna samstöðu um stöðugleika til að skapa viðunandi starfsskilyrði fyrir hugverkaiðnað í landinu. Hann segir Íslendinga vera að missa trúverðugleika sinn á erlendum mörkuðum og mikilvægt sé að framtíðarvöxtur hugverkaiðnaðarins fari fram á Íslandi. „Erlendir markaðir finna fyrir óstöðugleikanum í íslenskum stjórnmálum,“ segir hann. „Þetta er farið að skaða okkur gríðarlega og eftir því sem lengri tími líður, verður skaðinn meiri.“ Útflutningur á sviði hugverkaiðnaðar nemur um 20 prósentum af heildarútflutningi landsins og segir Jón Ágúst lykilatriði að halda samningaviðræðum við Evrópusambandið (ESB) áfram. „Við mætum þeim viðhorfum erlendis að við göngum til samninga og drögum okkur svo í hlé. Við viljum ekki borga skuldir okkar. Við viljum ekki starfa með þeim sem lána okkur peninga, eins og AGS. Svona viðhorf stórskaða viðskipti okkar,“ segir Jón Ágúst. „Við verðum að sýna fram á að við munum klára þessi mál. Í viðskiptum er trúverðugleiki allt.“ Ársvelta fyrirtækja innan hugverkaiðnaðarins nemur um 150 milljörðum hér á landi, en um 200 milljörðum erlendis. Um 10 þúsund Íslendingar starfa í iðnaðinum. Marorka er með nær öll sín viðskipti á erlendum mörkuðum og segir Jón Ágúst litlar forsendur fyrir því að vöxtur fyrirtækisins verði á Íslandi eins og ástandið sé í dag. „Okkur finnst gott að vera á Íslandi en engar forsendur eru fyrir frekari vexti fyrirtækisins á Íslandi nema skilyrðin batni,“ segir hann. „Við erum svo lánsöm að eiga helming hugverkaiðnaðarins hér á landi og á því verðum við að byggja.“ Jón Ágúst segir að það vanti almenna vitund um mikilvægi og stærð iðnaðarins og fjölmiðlar spili þar lykilhlutverk. „Atvinnulífið telur skýrslu AGS vera bestu úttekt á íslensku skattkerfi sem gerð hefur verið og jákvætt innlegg í umræðu um skattkerfi Íslands. Fjölmiðlar þurfa að tileinka sér faglega umfjöllun í öllum þessum mikilvægu málum. Öll umræða hér á landi er alþjóðleg umræða.“ Hann segir þingmenn hafa sýnt mikil og jákvæð viðbrögð við bréfinu og almennur skilningur ríki á því að samvinnu sé þörf til þess að koma landinu á réttan kjöl. „Ruðningsáhrif síðustu tíu ára gerðu það að verkum að vöxtur fyrirtækjanna varð að miklu leyti erlendis. Til þess að þessir miklu fjármunir og hugvit færist aftur heim til Íslands er breytinga þörf,“ segir Jón Ágúst. „Hugverkaiðnaðurinn er eins og blaut sápa – ef þú kreistir hann of mikið þá hverfur hann úr höndunum á þér.“ sunna@frettabladid.is
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira