Slitastjórn vill gögn um Iceland Express 20. ágúst 2010 06:00 Flug Flugfélagið Iceland Express hóf flug til New York í Bandaríkjunum í byrjun sumars, eftir að slitastjórn Glitnis stefndi Pálma Haraldssyni og fleirum. Hér sést þota félagsins á Reykjavíkurflugvelli.Fréttablaðið/GVA Pálmi Haraldsson, aðaleigandi Iceland Express, sakar slitastjórn Glitnis um að reyna að afla samkeppnisupplýsinga um starfsemi Iceland Express í Bandaríkjunum í dómsmáli sem höfðað hefur verið fyrir dómstóli í New York. Slitastjórnin hefur meðal annars krafist þess að fá afhent öll samskipti Iceland Express við bandarísk flugmálayfirvöld, samstarfsaðila félagsins í Bandaríkjunum og fleiri aðila. Í yfirlýsingu sem lögmaður Pálma hefur lagt fram hjá dómstólnum í New York er því haldið fram að með afar víðtækri kröfu um upplýsingar sé slitastjórnin einungis að reyna að veiða fram upplýsingar sem nota megi í öðrum mögulegum dómsmálum gegn Pálma eða öðrum. Þess er krafist að dómarinn stöðvi það sem kallað er „veiðiferð“ slitastjórnarinnar. Krafa slitastjórnarinnar um gögn tengd flugi Iceland Express til New York er sérstaklega fordæmd í yfirlýsingu Pálma. Þar er bent á að hvergi sé látið að því liggja í stefnunni að fyrirtækið hafi tengst Glitni á einhvern hátt. Fyrirtækið hafi ekki byrjað að fljúga til New York fyrr en eftir að stefnan hafi verið lögð fram. „Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að Íslandsbanki, arftaki Glitnis, á nærri 47 prósent í Icelandair Group, aðalsamkeppnisaðila Iceland Express, sem gerir kröfu um upplýsingar enn grunsamlegri,“ segir í yfirlýsingunni. Pálmi mótmælir því eins og aðrir sem slitastjórnin hefur stefnt í málinu, að mál þrotabús íslensks banka gegn íslenskum ríkisborgurum sé rekið í New York þar sem hann eigi engar eignir og hafi engin tengsl við fylkið. Hann krefst þess að málinu verði vísað frá dómi. Slitastjórnin höfðaði mál í byrjun maí á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni og fimm öðrum fyrrverandi eigendum og stjórnendum Glitnis fyrir dómstóli í New York. Sjömenningarnir eru krafðir um sem nemur 260 milljörðum króna fyrir að hafa staðið að meintu samsæri um að svíkja lánsfé út úr bankanum til að nota í eigin fyrirtæki. Ekki náðist í Steinunni Guðbjartsdóttur, formann slitastjórnar Glitnis, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Pálmi Haraldsson, aðaleigandi Iceland Express, sakar slitastjórn Glitnis um að reyna að afla samkeppnisupplýsinga um starfsemi Iceland Express í Bandaríkjunum í dómsmáli sem höfðað hefur verið fyrir dómstóli í New York. Slitastjórnin hefur meðal annars krafist þess að fá afhent öll samskipti Iceland Express við bandarísk flugmálayfirvöld, samstarfsaðila félagsins í Bandaríkjunum og fleiri aðila. Í yfirlýsingu sem lögmaður Pálma hefur lagt fram hjá dómstólnum í New York er því haldið fram að með afar víðtækri kröfu um upplýsingar sé slitastjórnin einungis að reyna að veiða fram upplýsingar sem nota megi í öðrum mögulegum dómsmálum gegn Pálma eða öðrum. Þess er krafist að dómarinn stöðvi það sem kallað er „veiðiferð“ slitastjórnarinnar. Krafa slitastjórnarinnar um gögn tengd flugi Iceland Express til New York er sérstaklega fordæmd í yfirlýsingu Pálma. Þar er bent á að hvergi sé látið að því liggja í stefnunni að fyrirtækið hafi tengst Glitni á einhvern hátt. Fyrirtækið hafi ekki byrjað að fljúga til New York fyrr en eftir að stefnan hafi verið lögð fram. „Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að Íslandsbanki, arftaki Glitnis, á nærri 47 prósent í Icelandair Group, aðalsamkeppnisaðila Iceland Express, sem gerir kröfu um upplýsingar enn grunsamlegri,“ segir í yfirlýsingunni. Pálmi mótmælir því eins og aðrir sem slitastjórnin hefur stefnt í málinu, að mál þrotabús íslensks banka gegn íslenskum ríkisborgurum sé rekið í New York þar sem hann eigi engar eignir og hafi engin tengsl við fylkið. Hann krefst þess að málinu verði vísað frá dómi. Slitastjórnin höfðaði mál í byrjun maí á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni og fimm öðrum fyrrverandi eigendum og stjórnendum Glitnis fyrir dómstóli í New York. Sjömenningarnir eru krafðir um sem nemur 260 milljörðum króna fyrir að hafa staðið að meintu samsæri um að svíkja lánsfé út úr bankanum til að nota í eigin fyrirtæki. Ekki náðist í Steinunni Guðbjartsdóttur, formann slitastjórnar Glitnis, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira