Skrifa saman ævisögu Miðbaugsmaddömunnar 6. ágúst 2010 07:00 Jakob og Þórarinn hafa tekið að sér að skrifa ævisögu Miðbaugsmaddömunnar Catalinu Ncogo. Fréttablaðið/stefán „Við höfum fylgst með gangi og málaferlum Catalinu í þónokkurn tíma og það er ljóst að þarna er alveg ofboðslega mögnuð saga. Þetta er 49 kílóa, þeldökk kona sem gjörsamlega snýr þjóðfélaginu á haus," segir Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður. Jakob og blaðamaðurinn Þórarinn Þórarinsson skrifa nú ævisögu Catalina M. Ncogo, sem einnig er þekkt sem Miðbaugsmaddaman, sem var dæmd í 15 mánaða fangelsi fyrir milligöngu um vændi, líkamsárás og brot gegn valdstjórninni í júlí. Hugmyndin um ævisöguna kemur upprunalega frá útgefanda bókarinnar Jónasi Sigurgeirssyni en það er útgáfufyrirtæki hans, Bókafélagið, sem gefur bókina út. „Hennar viðhorf ganga þvert á hin ríkjandi viðhorf sem viðgangast á Íslandi. Það verður margt mjög óvænt sem mun koma fram í bókinni og ég er ekki viss um að allir verði ánægðir með þau sjónarmið sem hún setur fram. En þetta er auðvitað fyrst og fremst hennar saga," segir Jakob Bjarnar. Auk þess að kafa djúpt í sögu Catalinu verður vændi á Íslandi kortlagt og rætt við fjölda manns sem tengjast bæði vændi á Íslandi og Catalinu sjálfri. „Við höfum hitt hana þrisvar eða fjórum sinnum í fangelsinu og er hún mjög geðfelld og samkvæm sjálfri sér. Hún er mjög opinská um líf sitt og skoðanir sínar og það er alveg magnað að hlusta á hana," segir Jakob Bjarnar og Þórarinn tekur í sama streng: „Hún virkar mjög vel á mann og er bráðhugguleg stúlka. Hún er hlýleg og sæt og með góða nærveru." Catalina tók vel í þá hugmynd að ævisaga hennar yrði rituð enda hefur hún ekki farið leynt með það að vera ósátt við hvernig fjölmiðlar hafa meðhöndlað mál sem tengjast henni. „Hún fær þarna tækifæri til að koma á framfæri sínu sjónarmiði í þessu undarlega máli og að segja ævisögu sína," segir Þórarinn. Jakob segir að saga Catalinu verði rakin aftur til Miðbaugs-Gíneu þar sem hún segir frá lífinu sem ung stúlka. „Með ævintýralegum hætti er koma hennar til landsins rakin, en Catalina kom hingað mjög ung," segir Jakob. „Hún var gift kona í Vestmannaeyjum í tíu til tólf ár og þegar því tímabili lauk kom hún til Reykjavíkur og ákvað að leggja fyrir sig vændi en kom þar að óspilltum markaði. Það vantaði svo sannarlega ekki upp á eftirspurnina þar en vændismarkaðurinn hér er mjög óþroskaður miðað við önnur lönd." linda@frettabladid.is Mál Catalinu Ncogo Vændi Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
„Við höfum fylgst með gangi og málaferlum Catalinu í þónokkurn tíma og það er ljóst að þarna er alveg ofboðslega mögnuð saga. Þetta er 49 kílóa, þeldökk kona sem gjörsamlega snýr þjóðfélaginu á haus," segir Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður. Jakob og blaðamaðurinn Þórarinn Þórarinsson skrifa nú ævisögu Catalina M. Ncogo, sem einnig er þekkt sem Miðbaugsmaddaman, sem var dæmd í 15 mánaða fangelsi fyrir milligöngu um vændi, líkamsárás og brot gegn valdstjórninni í júlí. Hugmyndin um ævisöguna kemur upprunalega frá útgefanda bókarinnar Jónasi Sigurgeirssyni en það er útgáfufyrirtæki hans, Bókafélagið, sem gefur bókina út. „Hennar viðhorf ganga þvert á hin ríkjandi viðhorf sem viðgangast á Íslandi. Það verður margt mjög óvænt sem mun koma fram í bókinni og ég er ekki viss um að allir verði ánægðir með þau sjónarmið sem hún setur fram. En þetta er auðvitað fyrst og fremst hennar saga," segir Jakob Bjarnar. Auk þess að kafa djúpt í sögu Catalinu verður vændi á Íslandi kortlagt og rætt við fjölda manns sem tengjast bæði vændi á Íslandi og Catalinu sjálfri. „Við höfum hitt hana þrisvar eða fjórum sinnum í fangelsinu og er hún mjög geðfelld og samkvæm sjálfri sér. Hún er mjög opinská um líf sitt og skoðanir sínar og það er alveg magnað að hlusta á hana," segir Jakob Bjarnar og Þórarinn tekur í sama streng: „Hún virkar mjög vel á mann og er bráðhugguleg stúlka. Hún er hlýleg og sæt og með góða nærveru." Catalina tók vel í þá hugmynd að ævisaga hennar yrði rituð enda hefur hún ekki farið leynt með það að vera ósátt við hvernig fjölmiðlar hafa meðhöndlað mál sem tengjast henni. „Hún fær þarna tækifæri til að koma á framfæri sínu sjónarmiði í þessu undarlega máli og að segja ævisögu sína," segir Þórarinn. Jakob segir að saga Catalinu verði rakin aftur til Miðbaugs-Gíneu þar sem hún segir frá lífinu sem ung stúlka. „Með ævintýralegum hætti er koma hennar til landsins rakin, en Catalina kom hingað mjög ung," segir Jakob. „Hún var gift kona í Vestmannaeyjum í tíu til tólf ár og þegar því tímabili lauk kom hún til Reykjavíkur og ákvað að leggja fyrir sig vændi en kom þar að óspilltum markaði. Það vantaði svo sannarlega ekki upp á eftirspurnina þar en vændismarkaðurinn hér er mjög óþroskaður miðað við önnur lönd." linda@frettabladid.is
Mál Catalinu Ncogo Vændi Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira