Þórólfur Árna: „Ósmekklegt og taktlaust“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. ágúst 2010 11:57 Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri og fyrrverandi forstjóri Skýrr og Tals. Hann er ósáttur við ráðningarferli stjórnar Íslandsstofu um starf framkvæmdastjóra stofnunarinnar og segir það leikrit. Nýráðinn framkvæmdastjóri Íslandsstofu skrifaði blaðagrein og titlaði sig framkvæmdastjóra stofnunarinnar áður en umsóknarfrestur um starfið var runninn út. Þórólfur Árnason, einn umsækjenda, segir umsóknarferlið leikrit og segir að stjórnarformaður Íslandsstofu kunni ekki að fara með opinbert fé. Jón Ásbergsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Íslandsstofu, var áður framkvæmdastjóri Útflutningsráðs. Íslandsstofa tók til starfa hinn 1. júlí en í stofnuninni sameinast starfsemi Útflutningsráðs, Fjárfestingarstofu og erlent markaðsstarf Ferðamálastofu. Hvað er það við ráðningarferlið sem þú ert ósáttur við? „Það er kannski fyrst og fremst, það sem kemur á óvart, að stjórnarformaðurinn lýsir því yfir að það sé ekki nóg að uppfylla hæfnisskilyrði til þess að fá viðtal um starfið. Þetta virðist líta út fyrir að maðurinn (Friðrik Pálsson innsk.blm) kunni ekki að fara með opinbert fé því að tekjustofn Íslandsstofu er markaðsgjald sem lagt er á gjaldstofn til greiðslu tryggingargjalds. Þ.a.l er þetta opinbert fé sem er verið að fara með og menn geta ekki valsað um þetta eins og þetta sé einkafyrirtæki. Síðan er allt ferlið sett upp þannig að maður veltir því fyrir sér að ráðningarferlið hafi verið leikrit," segir Þórólfur. Þórólfur er þarna að vísa til þess að aðeins 2 umsækjendur hafi verið boðaðir í viðtöl og að nýráðinn framkvæmdastjóri hafi skrifað blaðagrein áður en umsóknarfrestur rann út og titlað sig starfandi framkvæmdastjóra Íslandsstofu. Þórólfur segist vita til þess að einstaklingur hafi ákveðið að sækja ekki um eftir að Jón skrifaði umrædda grein. „Það er mjög ósmekklegt og taktlaust að áður en ráðið er í stöðu titli einhver sig sem starfandi í þeirri stöðu," segir Þórólfur. En er sá sem var ráðinn eitthvað minna hæfur en þú til að stýra þessu? „Ja, ég vil bara sjá það hæfnismat sem liggur á bak við það. Og það er ekki boðlegt að formaður stjórnar, Friðrik Pálsson, segi hreint út að það sé ekki nóg að uppfylla hæfnisskilyrði til að fá viðtal. Þurfa menn að vera persónulegir vinir hans?" segir Þórólfur. Hann segist vera að skoða stöðu sína þegar hann er spurður hvort hann hyggist óska eftir rökstuðningi fyrir ráðningu Jóns. Þórólfur segist hafa lagt fram lista með 25 aðilum úr atvinnulífinu, nánum samstarfsmönnum sínum, og segist hafa fengið veður af því að ekki hafi verið rætt við neinn þeirra. Tengsl Jóns Ásbergssonar og Friðriks Pálssonar eru til staðar, en lausleg könnun fréttastofu leiddi í ljós að þeir hafa starfað saman m.a á vettvangi Útflutningsráðs um árabil og verið í úthlutunarnefnd útflutningsverðlauna forseta Íslands. Þá hafa þeir starfað saman í Rótarýklúbbi Reykjavíkur. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Sjá meira
Nýráðinn framkvæmdastjóri Íslandsstofu skrifaði blaðagrein og titlaði sig framkvæmdastjóra stofnunarinnar áður en umsóknarfrestur um starfið var runninn út. Þórólfur Árnason, einn umsækjenda, segir umsóknarferlið leikrit og segir að stjórnarformaður Íslandsstofu kunni ekki að fara með opinbert fé. Jón Ásbergsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Íslandsstofu, var áður framkvæmdastjóri Útflutningsráðs. Íslandsstofa tók til starfa hinn 1. júlí en í stofnuninni sameinast starfsemi Útflutningsráðs, Fjárfestingarstofu og erlent markaðsstarf Ferðamálastofu. Hvað er það við ráðningarferlið sem þú ert ósáttur við? „Það er kannski fyrst og fremst, það sem kemur á óvart, að stjórnarformaðurinn lýsir því yfir að það sé ekki nóg að uppfylla hæfnisskilyrði til þess að fá viðtal um starfið. Þetta virðist líta út fyrir að maðurinn (Friðrik Pálsson innsk.blm) kunni ekki að fara með opinbert fé því að tekjustofn Íslandsstofu er markaðsgjald sem lagt er á gjaldstofn til greiðslu tryggingargjalds. Þ.a.l er þetta opinbert fé sem er verið að fara með og menn geta ekki valsað um þetta eins og þetta sé einkafyrirtæki. Síðan er allt ferlið sett upp þannig að maður veltir því fyrir sér að ráðningarferlið hafi verið leikrit," segir Þórólfur. Þórólfur er þarna að vísa til þess að aðeins 2 umsækjendur hafi verið boðaðir í viðtöl og að nýráðinn framkvæmdastjóri hafi skrifað blaðagrein áður en umsóknarfrestur rann út og titlað sig starfandi framkvæmdastjóra Íslandsstofu. Þórólfur segist vita til þess að einstaklingur hafi ákveðið að sækja ekki um eftir að Jón skrifaði umrædda grein. „Það er mjög ósmekklegt og taktlaust að áður en ráðið er í stöðu titli einhver sig sem starfandi í þeirri stöðu," segir Þórólfur. En er sá sem var ráðinn eitthvað minna hæfur en þú til að stýra þessu? „Ja, ég vil bara sjá það hæfnismat sem liggur á bak við það. Og það er ekki boðlegt að formaður stjórnar, Friðrik Pálsson, segi hreint út að það sé ekki nóg að uppfylla hæfnisskilyrði til að fá viðtal. Þurfa menn að vera persónulegir vinir hans?" segir Þórólfur. Hann segist vera að skoða stöðu sína þegar hann er spurður hvort hann hyggist óska eftir rökstuðningi fyrir ráðningu Jóns. Þórólfur segist hafa lagt fram lista með 25 aðilum úr atvinnulífinu, nánum samstarfsmönnum sínum, og segist hafa fengið veður af því að ekki hafi verið rætt við neinn þeirra. Tengsl Jóns Ásbergssonar og Friðriks Pálssonar eru til staðar, en lausleg könnun fréttastofu leiddi í ljós að þeir hafa starfað saman m.a á vettvangi Útflutningsráðs um árabil og verið í úthlutunarnefnd útflutningsverðlauna forseta Íslands. Þá hafa þeir starfað saman í Rótarýklúbbi Reykjavíkur.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Sjá meira