Innlent

Brotum fækkar um helming

Miklu færri umferðarlagabrot voru í umdæmi Akureyrarlögreglunnar í júní í ár en í fyrra. fréttablaðið/heiða
Miklu færri umferðarlagabrot voru í umdæmi Akureyrarlögreglunnar í júní í ár en í fyrra. fréttablaðið/heiða
Umferðarlagabrotum í umdæmi lögreglunnar á Akureyri hefur fækkað um meira en helming milli ára. Í júní 2009 voru framin 332 umferðarlagabrot en 161 í júní í ár.

Engin ein skýring er á fækkuninni að mati lögreglunnar á Akureyri, en svo virðist sem ökulag sé að breytast. Ölvunarakstur og akstur undir áhrifum fíkniefna minnkar ekki en hraðakstur og akstur án bílbelta hefur minnkað mikið.

Hegningarlagabrotum fækkar einnig milli ára, voru 91 í fyrra en 65 í ár. Þá fækkaði fíkniefnabrotum úr fimmtán í átta. - þeb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×