Enski boltinn

Redknapp ekki sá eini á listanum yfir mögulega landsliðsþjálfara

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Redknapp, stjóri Tottenham.
Harry Redknapp, stjóri Tottenham. Mynd/AP
Aðalritari enska knattspyrnusambandsins viðurkenndi það í gær að Harry Redknapp, stjóri Tottenham, sé einn af þeim þjálfurum sem koma til greina sem eftirmaður Ítalans Fabio Capello sem hættir með landsliðið eftir Em 2012.

„Harry Redknapp er frábær stjóri. Tottenham er að spila flottan fótbolta og að komast áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar ber því góðan vitnisburð. Ég býst við því að Harry verði á óskalistanum okkar en þetta verður örugglega mjög langur listi," sagði Alex Horne, aðalritari enska knattspyrnusambandsins.

„Capello verður hjá okkur til og með Evrópumótinu 2012 þannig að ég hef 18 til 19 mánuði til þess að finna eftirmann hans. Það er ekki stefna okkar að þjálfarinn verði að vera enskur því við leitum af rétta manninum hverrar þjóðar sem hann er. Við hugsuðum okkur vel um áður en við fengum Fabio Capello sem var rétti maðurinn og við ætlum að endurtaka leikinn nú," sagði Horne.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×