Millilendir á Íslandi til að skemmta og detta í það 1. október 2010 13:00 hlakkar til Pablo Francisco, sá kokhrausti í miðjunni, kemur fram á Broadway á sunnudaginn.fréttablaðið/vilhelm Bandaríski grínistinn Pablo Francisco kemur fram á Broadway á sunnudaginn. Francisco hefur tvisvar sinnum skemmt á Íslandi og hlakkar mikið til þess að skemmta í þriðja skipti. „Þið eruð búin að ganga í gegnum ýmislegt á Íslandi þannig að við ætlum að mæta og skemmta ykkur,“ segir uppistandsgrínistinn Pablo Francisco. Pablo Francisco kemur fram á Broadway á sunnudaginn. Hann hefur tvisvar áður verið með uppistand á Íslandi við góðar viðtökur landsmanna. Francisco kemur til landsins að eigin frumkvæði, en hin sænska umboðsskrifstofa grínistans hafði samband við Kristin Bjarnason, sem stendur fyrir uppistandinu. Francisco kemur til landsins frá Danmörku, en hann er búinn að ferðast um Norðurlöndin undanfarið og kemur hér við á leiðinni heim til Bandaríkjanna. „Ég ætla að koma með tvo góða vini mína, við erum búnir að vera að ferðast saman,“ segir Francisco. „Þetta verður frábær sýning, þið viljið ekki missa af þessu. Hefjið partíið með því að fara á þessa sýningu og farið svo út og missið vitið. Takið einhvern með ykkur; strákar komið með stelpur og stelpur komið með stráka. Þið þurfið ekki að tala saman, þið getið bara dottið í það, slakað á og byrjað partíið.“ Þrjú ár eru síðan Pablo Francisco kom til landsins og hann er afar áhugasamur um afdrif þjóðarinnar. Hann hefur mikinn áhuga á skemmtanalífi landsins og þrátt fyrir tvær heimsóknir á hann enn þá eftir að gera ýmislegt hér. „Ég þarf að sjá aðeins meira af Íslandi, maturinn er góður og dagurinn er lengri. En hvernig er það, voru þið að fá nýjan forseta? Konu?“ Forsætisráðherra. „Hvernig er það að virka?“ Öhm. Ég veit það ekki. Alþingi er í algjöru rugli þessa dagana. Ætlarðu að leita að henni? Viltu hitta hana? „Nei! nei, ég er góður. Hún hlýtur samt að mæta á Broadway.“ Francisco segist ekki vera mikið partíljón á ferðalögum sínum, en var engu að síður þunnur eftir mikið fjör í Danmörku á miðvikudagskvöld. Hann hyggst líka skemmta sér á Íslandi, enda síðasti viðkomustaðurinn í ferðalaginu. „Ísland er í leiðinni heim, þannig að við ætlum að skemmta okkur og slá tvær flugur í einu höggi.“ atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Bandaríski grínistinn Pablo Francisco kemur fram á Broadway á sunnudaginn. Francisco hefur tvisvar sinnum skemmt á Íslandi og hlakkar mikið til þess að skemmta í þriðja skipti. „Þið eruð búin að ganga í gegnum ýmislegt á Íslandi þannig að við ætlum að mæta og skemmta ykkur,“ segir uppistandsgrínistinn Pablo Francisco. Pablo Francisco kemur fram á Broadway á sunnudaginn. Hann hefur tvisvar áður verið með uppistand á Íslandi við góðar viðtökur landsmanna. Francisco kemur til landsins að eigin frumkvæði, en hin sænska umboðsskrifstofa grínistans hafði samband við Kristin Bjarnason, sem stendur fyrir uppistandinu. Francisco kemur til landsins frá Danmörku, en hann er búinn að ferðast um Norðurlöndin undanfarið og kemur hér við á leiðinni heim til Bandaríkjanna. „Ég ætla að koma með tvo góða vini mína, við erum búnir að vera að ferðast saman,“ segir Francisco. „Þetta verður frábær sýning, þið viljið ekki missa af þessu. Hefjið partíið með því að fara á þessa sýningu og farið svo út og missið vitið. Takið einhvern með ykkur; strákar komið með stelpur og stelpur komið með stráka. Þið þurfið ekki að tala saman, þið getið bara dottið í það, slakað á og byrjað partíið.“ Þrjú ár eru síðan Pablo Francisco kom til landsins og hann er afar áhugasamur um afdrif þjóðarinnar. Hann hefur mikinn áhuga á skemmtanalífi landsins og þrátt fyrir tvær heimsóknir á hann enn þá eftir að gera ýmislegt hér. „Ég þarf að sjá aðeins meira af Íslandi, maturinn er góður og dagurinn er lengri. En hvernig er það, voru þið að fá nýjan forseta? Konu?“ Forsætisráðherra. „Hvernig er það að virka?“ Öhm. Ég veit það ekki. Alþingi er í algjöru rugli þessa dagana. Ætlarðu að leita að henni? Viltu hitta hana? „Nei! nei, ég er góður. Hún hlýtur samt að mæta á Broadway.“ Francisco segist ekki vera mikið partíljón á ferðalögum sínum, en var engu að síður þunnur eftir mikið fjör í Danmörku á miðvikudagskvöld. Hann hyggst líka skemmta sér á Íslandi, enda síðasti viðkomustaðurinn í ferðalaginu. „Ísland er í leiðinni heim, þannig að við ætlum að skemmta okkur og slá tvær flugur í einu höggi.“ atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira