Bjargaði og hýsti fálka 1. október 2010 03:00 Turnfálkinn Tegundin er náskyld íslenska smyrlinum og lík honum í útliti. myndir/óskar P. Friðriksson Vestmannaeyjar fengu heimsókn frá Evrópu fyrr í mánuðinum þegar turnfálki fannst þar illa til reika og máttfarinn. Ruth Barbara Zohlen náttúruunnandi fann fuglinn þar sem hún var á göngu og ákvað að taka hann inn á sitt heimili og hlúa að honum. Ruth ól fálkann á kjöti í þrjár vikur og sleppti honum síðan lausum. „Hann var voðalega illa farinn og máttlaus," segir Ruth. „Ég fór með hann heim og gaf honum hrátt kjöt að borða. Fyrst þurfti ég að mata hann og seinna fór hann að éta sjálfur." Ruth er ekki óvön því að ala fugla en hún hefur á heimili sínu lundapysju og nokkra rituunga sem hún er að ala þar til þeir eru tilbúnir fyrir hinn stóra heim. Hún segir turnfálkann hafa verið kærkomna viðbót á heimilið. „Það var ekkert vandamál. Reyndar var lundapysjan svolítið hrædd við hann, en hundinum okkar líkaði hann mjög vel," segir hún. „Þegar ég kom inn í herbergið þá kom hann fljúgandi og settist á hendina á mér." Ruth segir að sárt hafi verið að skilja við fálkann eftir þriggja vikna samveru. „Hann settist niður í gamla hraunið þar sem ég fann hann fyrst. Ég vona að hann yfirgefi landið og gangi það vel," segir hún. „En við erum enn þá með pysjuna og einn rituunga sem við sleppum seinna í haust." Ruth segir að það hafi komið fyrir að fuglarnir sem hún sleppi snúi til hennar aftur í leit að mat, en þeir standi svo á eigin fótum á endanum. Ævar Petersen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir turnfálkann flækingsfugl og hann komi hingað til lands nær árlega. Hann segir ekki algengt að hann sjáist hér á landi en það komi þó fyrir einstaka sinnum. Turnfálkinn kemur frá Evrópu og er mjög algengur víða um álfuna. sunna@frettabladid.is sleppt úr búri Ruth og eiginmaður hennar Sigurgeir Scheving sleppa fálkanum úr búrinu. ruth og fálkinn Turnfálkinn var orðinn afar gæfur undir lokin og kom fljúgandi til Ruthar og settist á hendi hennar þegar hún opnaði inn til hans. fuglinn floginn Ruth sleppti fálkanum lausum eftir þriggja vikna aðhlynningu. Fréttir Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Vestmannaeyjar fengu heimsókn frá Evrópu fyrr í mánuðinum þegar turnfálki fannst þar illa til reika og máttfarinn. Ruth Barbara Zohlen náttúruunnandi fann fuglinn þar sem hún var á göngu og ákvað að taka hann inn á sitt heimili og hlúa að honum. Ruth ól fálkann á kjöti í þrjár vikur og sleppti honum síðan lausum. „Hann var voðalega illa farinn og máttlaus," segir Ruth. „Ég fór með hann heim og gaf honum hrátt kjöt að borða. Fyrst þurfti ég að mata hann og seinna fór hann að éta sjálfur." Ruth er ekki óvön því að ala fugla en hún hefur á heimili sínu lundapysju og nokkra rituunga sem hún er að ala þar til þeir eru tilbúnir fyrir hinn stóra heim. Hún segir turnfálkann hafa verið kærkomna viðbót á heimilið. „Það var ekkert vandamál. Reyndar var lundapysjan svolítið hrædd við hann, en hundinum okkar líkaði hann mjög vel," segir hún. „Þegar ég kom inn í herbergið þá kom hann fljúgandi og settist á hendina á mér." Ruth segir að sárt hafi verið að skilja við fálkann eftir þriggja vikna samveru. „Hann settist niður í gamla hraunið þar sem ég fann hann fyrst. Ég vona að hann yfirgefi landið og gangi það vel," segir hún. „En við erum enn þá með pysjuna og einn rituunga sem við sleppum seinna í haust." Ruth segir að það hafi komið fyrir að fuglarnir sem hún sleppi snúi til hennar aftur í leit að mat, en þeir standi svo á eigin fótum á endanum. Ævar Petersen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir turnfálkann flækingsfugl og hann komi hingað til lands nær árlega. Hann segir ekki algengt að hann sjáist hér á landi en það komi þó fyrir einstaka sinnum. Turnfálkinn kemur frá Evrópu og er mjög algengur víða um álfuna. sunna@frettabladid.is sleppt úr búri Ruth og eiginmaður hennar Sigurgeir Scheving sleppa fálkanum úr búrinu. ruth og fálkinn Turnfálkinn var orðinn afar gæfur undir lokin og kom fljúgandi til Ruthar og settist á hendi hennar þegar hún opnaði inn til hans. fuglinn floginn Ruth sleppti fálkanum lausum eftir þriggja vikna aðhlynningu.
Fréttir Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira