Skorið niður um 33 milljarða - fjárlög kynnt í dag Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. október 2010 12:04 Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Gert er ráð fyrir þrjátíu og þriggja milljarða króna niðurskurði í fjárlögum næsta árs sem lögð verða fram á Alþingi í dag. Búist er við að að skattahækkanir skili 10 milljörðum í auknar tekjur. Miðað er við að útgjöld til velferðarmála verði lækkuð um sex prósent. Fjárlögin næsta árs voru unnin í samræmi við sérstaka aðgerðaáætlun í ríkisfjármálum sem gerir ráð fyrir að ríkissjóður verði rekinn án halla árið 2012 og með umtalsverðum afgangi árið 2013, en gert er ráð fyrir tæplega hundrað milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs í fjárlögum þessa árs. Í fjárlagafrumvarpi síðasta árs var áætlun sem miðaði við að hallinn á ríkissjóði yrði 23 milljarðar króna á árinu 2011. Aðgerðaáætlun í ríkisfjármálum hefur verið unnin í nánu samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, en Mark Flanagan, fráfarandi yfirmaður sendinefndar AGS á Íslandi, hrósaði vinnu íslenskra stjórnvalda við fjárlögin í samtali við fréttastofu í gær og sagði að ef það markmið næðist að ríkissjóður yrði rekinn án halla árið 2012 þá væri það ótrúlegur árangur í ljósi þess að algjört kerfishrun hafi orðið hér á landi haustið 2008. Fjármálaráðherra og embættismenn úr fjármálaráðuneytinu kynna frumvarp til fjárlaga næsta árs á lokuðum fundi núna í hádeginu en klukkan fjögur í dag ræðst hvort þessi áætlun ríkissjóðs um 23 milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári, haldi, þegar fjárlögin verða kynnt opinberlega. Vinna við fjárlögin hefur staðið í nokkra mánuði, en heildarniðurskurður nemur um þrjátíu og þremur milljörðum króna. Skera á niður um 6 prósent í velferðar- og heilbrigðismálum og búist er við að niðurskurðurinn verði um 9 prósent í almennri þjónustu hins opinbera. Hins vegar verður skorið niður meira hjá einstökum heilbrigðisstofnunum og í einhverjum tilvikum hleypur niðurskurður á tugum prósenta. Þá verður háskólunum gert að skera niður um 7,5 prósent og framlög til félags- og menntamála verða skorin niður um 5 prósent. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Gert er ráð fyrir þrjátíu og þriggja milljarða króna niðurskurði í fjárlögum næsta árs sem lögð verða fram á Alþingi í dag. Búist er við að að skattahækkanir skili 10 milljörðum í auknar tekjur. Miðað er við að útgjöld til velferðarmála verði lækkuð um sex prósent. Fjárlögin næsta árs voru unnin í samræmi við sérstaka aðgerðaáætlun í ríkisfjármálum sem gerir ráð fyrir að ríkissjóður verði rekinn án halla árið 2012 og með umtalsverðum afgangi árið 2013, en gert er ráð fyrir tæplega hundrað milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs í fjárlögum þessa árs. Í fjárlagafrumvarpi síðasta árs var áætlun sem miðaði við að hallinn á ríkissjóði yrði 23 milljarðar króna á árinu 2011. Aðgerðaáætlun í ríkisfjármálum hefur verið unnin í nánu samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, en Mark Flanagan, fráfarandi yfirmaður sendinefndar AGS á Íslandi, hrósaði vinnu íslenskra stjórnvalda við fjárlögin í samtali við fréttastofu í gær og sagði að ef það markmið næðist að ríkissjóður yrði rekinn án halla árið 2012 þá væri það ótrúlegur árangur í ljósi þess að algjört kerfishrun hafi orðið hér á landi haustið 2008. Fjármálaráðherra og embættismenn úr fjármálaráðuneytinu kynna frumvarp til fjárlaga næsta árs á lokuðum fundi núna í hádeginu en klukkan fjögur í dag ræðst hvort þessi áætlun ríkissjóðs um 23 milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári, haldi, þegar fjárlögin verða kynnt opinberlega. Vinna við fjárlögin hefur staðið í nokkra mánuði, en heildarniðurskurður nemur um þrjátíu og þremur milljörðum króna. Skera á niður um 6 prósent í velferðar- og heilbrigðismálum og búist er við að niðurskurðurinn verði um 9 prósent í almennri þjónustu hins opinbera. Hins vegar verður skorið niður meira hjá einstökum heilbrigðisstofnunum og í einhverjum tilvikum hleypur niðurskurður á tugum prósenta. Þá verður háskólunum gert að skera niður um 7,5 prósent og framlög til félags- og menntamála verða skorin niður um 5 prósent.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira