Kveiktu í jólageitinni fyrir utan Ikea 23. desember 2010 19:19 Margra áratuga gömul sænsk jólahefð barst til íslands í nótt en þá kveiktu brennuvargar í jólageitinni sem staðið hefur fyrir utan Ikea í tvo mánuði. Brennuvargarnir náðust en framkvæmdastjóri Ikea segist í jólaskapi og ætlar ekki að kæra brennuvargana ef þeir hreinsa til eftir sig. Þessi 5 metra háa geit var reist fyrir utan Ikea í Garðabæ að sænskri fyrirmynd í byrjun nóvember. Svona lítur hún út í dag en hún varð brennuvörgum að bráð í nótt. En það ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart því í Svíðþjóð þangað sem jólageitin á rætur sínar að rekja þykir brennuvörgum mikið sport að kveikja í jólageitinni Síðan 1966 hefur það tekist tuttugu og tvisvar sinnum. Í Svíðþjóð eru fréttir af jólageit sem hefur verið kveikt í jafnmikill hluti jólanna og Jussi Björling að syngja Ó helga nótt. Meðfylgjandi mynd er tekin úr einum öryggismyndavélum Ikea nú í nótt. Brennuvargarnir skvettu bensíni á geitina og báru svo eld að henni og örfáum sekúndum síðar var hún alelda enda reist úr hálmi á trégrind.Svona leit geitin út áður en kveikt var í henniSlökkvilið kom á vettvang tíu mínútum síðar þá voru brennuvargarnir á bak og burt. Þeir stóðust hins vegar ekki mátið og snéru til baka til að fylgjast með eldinum sem þeir höfðu kveikt. Þá var lögreglan hins vegar mætt og handtók þá undir eins. Þeir gætu þó sloppið við kærur ef þeir taka tilboði framkvæmdastjóra Ikea. „Í ljósi þess að jólin eru að ganga í garð og það hefur gengið vel hjá okkur, þá ákváðum við að bjóða þeim sátt í málinu. Hún felst í því að fá þá hingað til þess að ganga frá og taka þetta allt saman niður og koma þessu á brennu sjálfir og fá þannig útrás fyrir brennuvargseðlinu í sér," segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri Ikea. Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
Margra áratuga gömul sænsk jólahefð barst til íslands í nótt en þá kveiktu brennuvargar í jólageitinni sem staðið hefur fyrir utan Ikea í tvo mánuði. Brennuvargarnir náðust en framkvæmdastjóri Ikea segist í jólaskapi og ætlar ekki að kæra brennuvargana ef þeir hreinsa til eftir sig. Þessi 5 metra háa geit var reist fyrir utan Ikea í Garðabæ að sænskri fyrirmynd í byrjun nóvember. Svona lítur hún út í dag en hún varð brennuvörgum að bráð í nótt. En það ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart því í Svíðþjóð þangað sem jólageitin á rætur sínar að rekja þykir brennuvörgum mikið sport að kveikja í jólageitinni Síðan 1966 hefur það tekist tuttugu og tvisvar sinnum. Í Svíðþjóð eru fréttir af jólageit sem hefur verið kveikt í jafnmikill hluti jólanna og Jussi Björling að syngja Ó helga nótt. Meðfylgjandi mynd er tekin úr einum öryggismyndavélum Ikea nú í nótt. Brennuvargarnir skvettu bensíni á geitina og báru svo eld að henni og örfáum sekúndum síðar var hún alelda enda reist úr hálmi á trégrind.Svona leit geitin út áður en kveikt var í henniSlökkvilið kom á vettvang tíu mínútum síðar þá voru brennuvargarnir á bak og burt. Þeir stóðust hins vegar ekki mátið og snéru til baka til að fylgjast með eldinum sem þeir höfðu kveikt. Þá var lögreglan hins vegar mætt og handtók þá undir eins. Þeir gætu þó sloppið við kærur ef þeir taka tilboði framkvæmdastjóra Ikea. „Í ljósi þess að jólin eru að ganga í garð og það hefur gengið vel hjá okkur, þá ákváðum við að bjóða þeim sátt í málinu. Hún felst í því að fá þá hingað til þess að ganga frá og taka þetta allt saman niður og koma þessu á brennu sjálfir og fá þannig útrás fyrir brennuvargseðlinu í sér," segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri Ikea.
Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira