Kveiktu í jólageitinni fyrir utan Ikea 23. desember 2010 19:19 Margra áratuga gömul sænsk jólahefð barst til íslands í nótt en þá kveiktu brennuvargar í jólageitinni sem staðið hefur fyrir utan Ikea í tvo mánuði. Brennuvargarnir náðust en framkvæmdastjóri Ikea segist í jólaskapi og ætlar ekki að kæra brennuvargana ef þeir hreinsa til eftir sig. Þessi 5 metra háa geit var reist fyrir utan Ikea í Garðabæ að sænskri fyrirmynd í byrjun nóvember. Svona lítur hún út í dag en hún varð brennuvörgum að bráð í nótt. En það ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart því í Svíðþjóð þangað sem jólageitin á rætur sínar að rekja þykir brennuvörgum mikið sport að kveikja í jólageitinni Síðan 1966 hefur það tekist tuttugu og tvisvar sinnum. Í Svíðþjóð eru fréttir af jólageit sem hefur verið kveikt í jafnmikill hluti jólanna og Jussi Björling að syngja Ó helga nótt. Meðfylgjandi mynd er tekin úr einum öryggismyndavélum Ikea nú í nótt. Brennuvargarnir skvettu bensíni á geitina og báru svo eld að henni og örfáum sekúndum síðar var hún alelda enda reist úr hálmi á trégrind.Svona leit geitin út áður en kveikt var í henniSlökkvilið kom á vettvang tíu mínútum síðar þá voru brennuvargarnir á bak og burt. Þeir stóðust hins vegar ekki mátið og snéru til baka til að fylgjast með eldinum sem þeir höfðu kveikt. Þá var lögreglan hins vegar mætt og handtók þá undir eins. Þeir gætu þó sloppið við kærur ef þeir taka tilboði framkvæmdastjóra Ikea. „Í ljósi þess að jólin eru að ganga í garð og það hefur gengið vel hjá okkur, þá ákváðum við að bjóða þeim sátt í málinu. Hún felst í því að fá þá hingað til þess að ganga frá og taka þetta allt saman niður og koma þessu á brennu sjálfir og fá þannig útrás fyrir brennuvargseðlinu í sér," segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri Ikea. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Margra áratuga gömul sænsk jólahefð barst til íslands í nótt en þá kveiktu brennuvargar í jólageitinni sem staðið hefur fyrir utan Ikea í tvo mánuði. Brennuvargarnir náðust en framkvæmdastjóri Ikea segist í jólaskapi og ætlar ekki að kæra brennuvargana ef þeir hreinsa til eftir sig. Þessi 5 metra háa geit var reist fyrir utan Ikea í Garðabæ að sænskri fyrirmynd í byrjun nóvember. Svona lítur hún út í dag en hún varð brennuvörgum að bráð í nótt. En það ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart því í Svíðþjóð þangað sem jólageitin á rætur sínar að rekja þykir brennuvörgum mikið sport að kveikja í jólageitinni Síðan 1966 hefur það tekist tuttugu og tvisvar sinnum. Í Svíðþjóð eru fréttir af jólageit sem hefur verið kveikt í jafnmikill hluti jólanna og Jussi Björling að syngja Ó helga nótt. Meðfylgjandi mynd er tekin úr einum öryggismyndavélum Ikea nú í nótt. Brennuvargarnir skvettu bensíni á geitina og báru svo eld að henni og örfáum sekúndum síðar var hún alelda enda reist úr hálmi á trégrind.Svona leit geitin út áður en kveikt var í henniSlökkvilið kom á vettvang tíu mínútum síðar þá voru brennuvargarnir á bak og burt. Þeir stóðust hins vegar ekki mátið og snéru til baka til að fylgjast með eldinum sem þeir höfðu kveikt. Þá var lögreglan hins vegar mætt og handtók þá undir eins. Þeir gætu þó sloppið við kærur ef þeir taka tilboði framkvæmdastjóra Ikea. „Í ljósi þess að jólin eru að ganga í garð og það hefur gengið vel hjá okkur, þá ákváðum við að bjóða þeim sátt í málinu. Hún felst í því að fá þá hingað til þess að ganga frá og taka þetta allt saman niður og koma þessu á brennu sjálfir og fá þannig útrás fyrir brennuvargseðlinu í sér," segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri Ikea.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira