Kron fagnar tíu ára afmæli 17. júlí 2010 10:30 Hugrún og Magni fagna tíu ára afmæli fyrirtækis síns og slá upp veislu í búðinni í dag. Fréttablaðið/anton „Við höfum alveg lifað tímana tvenna í búðarrekstri í miðbænum. Bæði kreppuna í kringum aldamótin og svo núna," segir Hugrún en þau hjónin hafa nú rekið fyrirtækið sitt Kron í tíu ár. Kron by KronKron-skórnir, sem hannaðir eru af Hugrúnu og Magna, seljast mjög vel og virðast leggjast vel í íslenskar konur. „Við erum svakalega þakklát að það gengur svona vel með skóna og höldum ótrauð áfram með merkið," segir Hugrún en sokkabuxnalína frá Kron by Kron Kron mun koma í verslanir í ágúst og svo eiga íslenskir viðskiptavinir von á því að sjá fatalínu frá hjónunum í búðum næsta sumar. Skórnir virðast ekki bara falla vel í kramið hjá íslenskum konum því mikil eftirspurn er eftir skónum út um allan heim. Skórnir eru seldir í mörgum löndum sem og í einni af vinsælustu netverslun í heimi, asos.com. Hugrún segir að Asíubúar kaupi mikið af þeim en þau fá nánast daglega sendar myndir af asískum stelpum í skónum. „Þeir virðast sérstaklega ganga vel í þessum heitu löndum og skórnir virðast höfða til margra. Við erum alveg svakalega ánægð. Svo erum við búin að fá góðar umfjallanir í mörgum stórum blöðum og tískubloggum," segir Hugrún en leggur áherslu á að það sé velgengninni á Íslandi að þakka það þau geti farið með merkið út. Í tilefni þess að fyrirtækið Kron er tíu ára ætla þau að slá upp karnivali fyrir utan Kronkron-búðina á Vitastíg í dag. „Við viljum bara halda upp á sumarið og sólina og auðvitað afmælið en við erum stolt af því að vera búin að vera til í tíu ár," segir Hugrún. Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
„Við höfum alveg lifað tímana tvenna í búðarrekstri í miðbænum. Bæði kreppuna í kringum aldamótin og svo núna," segir Hugrún en þau hjónin hafa nú rekið fyrirtækið sitt Kron í tíu ár. Kron by KronKron-skórnir, sem hannaðir eru af Hugrúnu og Magna, seljast mjög vel og virðast leggjast vel í íslenskar konur. „Við erum svakalega þakklát að það gengur svona vel með skóna og höldum ótrauð áfram með merkið," segir Hugrún en sokkabuxnalína frá Kron by Kron Kron mun koma í verslanir í ágúst og svo eiga íslenskir viðskiptavinir von á því að sjá fatalínu frá hjónunum í búðum næsta sumar. Skórnir virðast ekki bara falla vel í kramið hjá íslenskum konum því mikil eftirspurn er eftir skónum út um allan heim. Skórnir eru seldir í mörgum löndum sem og í einni af vinsælustu netverslun í heimi, asos.com. Hugrún segir að Asíubúar kaupi mikið af þeim en þau fá nánast daglega sendar myndir af asískum stelpum í skónum. „Þeir virðast sérstaklega ganga vel í þessum heitu löndum og skórnir virðast höfða til margra. Við erum alveg svakalega ánægð. Svo erum við búin að fá góðar umfjallanir í mörgum stórum blöðum og tískubloggum," segir Hugrún en leggur áherslu á að það sé velgengninni á Íslandi að þakka það þau geti farið með merkið út. Í tilefni þess að fyrirtækið Kron er tíu ára ætla þau að slá upp karnivali fyrir utan Kronkron-búðina á Vitastíg í dag. „Við viljum bara halda upp á sumarið og sólina og auðvitað afmælið en við erum stolt af því að vera búin að vera til í tíu ár," segir Hugrún.
Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira