Innlent

Evrópu Pride haldið í Varsjá í dag

Gay Pride á Íslandi verður haldið í ágúst
Gay Pride á Íslandi verður haldið í ágúst
Evrópu Pride, eða Europride, fer fram í Varsjá höfuðborg Póllands í dag, en Europride er haldið til skiptis í borgum Evrópu. Búist er við að um tuttugu þúsund manns muni taka þátt í gleðigöngu hátíðarinnar í borginni í dag en hátíðin er sótt af fjölda gesta víðs vegar að úr heiminum.

Reiknað er með að fjöldi fólks muni einnig koma saman í borginni til að mótmæla þessari hátíð hinsegin fólks, en mikil andstaða er við réttindi samkynhneigðra hjá stórum hluta Pólverja. Þetta er í fyrsta skipti sem Europride fer fram í ríki sem áður tilheyrði Austur-Evrópu.

Hátíðin í Varsjá er mun minni en Europride hátíðir eru yfirleitt, en þegar hún var haldin í Madríd á Spáni í fyrra tóku um milljón manns þátt í henni. Stjórnmálamenn víðs vegar að úr Evrópu eru mættir til Warsaw til að taka þátt í hátíðarhöldunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×