Innlent

Fyrsti vinningur fimmfaldur næsta laugardag

Enginn var með allar Lottótölurnar réttar í kvöld og verður því fyrsti vinningur fimmfaldur næstkomandi laugardag.

Fimm voru með fjórar tölur réttar og bónustöluna og hlýtur hver þeirra 72 þúsund krónur. Tveir voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í jókernum og fá 100.000 krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir á Olís Höfn og Happahúsinu Kringlunni.

Fyrsti vinningurinn var fjórfaldur í kvöld og verður því fimmfaldur næsta laugardag.

Tölur kvöldsins voru 5 21 23 27 31 og bónustalan var 3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×