Innlent

Talsverður eldur logar í gróðri sunnan við Straumsvík

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík.
Talsverður eldur logar nú í gróðri sunnan við Straumsvík. Slökkvilið er að störfum en vegna þess hversu slæmt aðgengi er að svæðinu verður þyrla Landhelgisgæslunnar notuð til að hjálpa við að slökkva eldinn.

Að sögn varðstjóra mun þyrlan sækja vatn í sjóinn. Mikinn reyk leggur frá svæðinu, en það er aðallega gróður sem er að brenna. Enginn byggð er nálægt. Ein stöð fór í verkefnið.

Ekki er vitað um upptök eldsins.

Nánari upplýsingar síðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×