Skortur á kjúklingi í verslunum enn á ný 1. desember 2010 05:30 jón bjarnason „Það fylgir ekkert vottorð með erlendum kjúklingi,” segir landbúnaðarráðherra. Salmonellusmit hjá kjúklingaframleiðendum á þessu ári hefur leitt til viðvarandi skorts á kjúklingi í verslunum, að mati framkvæmdastjóra Bónuss og Krónunnar. Upp kom smit í kjúklingum frá Matfugli og Reykjagarði í síðustu viku á ný og voru vörur innkallaðar úr verslunum í kjölfarið. Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir ástandið mjög slæmt. „Þetta er búið að vera vandamál í marga mánuði, en núna er þetta sérstaklega slæmt,“ segir Kristinn. „Við fáum ekki nema brotabrot af því sem við pöntum.“ Kristinn segir ótrúlegt að ekki sé hægt að auka innflutningskvóta á erlendum kjúklingi til þess að anna eftirspurn á markaðnum. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir enga ástæðu til þess að auka innflutningskvóta á erlendum kjúklingi. Ráðuneytinu hafi hvorki borist formlegar fyrirspurnir um rýmkun á kvóta né athugasemdir varðandi skort á markaði. kjúklingaframleiðsla Eftir endurtekið salmonellusmit hjá kjúklingaframleiðendum segja framkvæmdastjórar verslana að skortur sé á markaðnum.fréttablaðið/hari Jón segir málið fyrst og fremst snúa að því að uppræta salmonellusmit í innlendri framleiðslu til þess að halda henni heilbrigðri. „Það er mjög strangt heilbrigðiseftirlit hér á landi og fólk þarf ekki að óttast að í búðum séu smitaðir kjúklingar,“ segir Jón. „Við höfum státað af því að vera með heilbrigðustu kjúklingaframleiðsluna miðað við nágrannalöndin. Það fer ekkert á markað sem er smitað.“ Jón segir að innfluttum kjúklingi fylgi ekki heilbrigðisvottorð varðandi salmonellu. „Erlendur kjúklingur er ekkert endilega laus við salmonellu,“ segir hann. „Það fylgir ekkert vottorð með innfluttum kjúklingi hvort hann er salmonellufrír eða ekki.“ Þorvaldur H. Þórðarson, framkvæmdastjóri innflutningsmála hjá Matvælastofnun, fullyrðir þó að innfluttum kjúklingi fylgi vottun um að hann sé salmonellufrír. Hann vísar þó á ráðuneytið hvað varðar rýmkun á innflutningstollum sökum mögulegs skorts á innlendum kjúklingi. Um 250 tonn af kjúklingi voru urðuð í sumar vegna salmonellusýkingar sem upp kom í eldishúsum Reykjagarðs og Matfugls. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Salmonellusmit hjá kjúklingaframleiðendum á þessu ári hefur leitt til viðvarandi skorts á kjúklingi í verslunum, að mati framkvæmdastjóra Bónuss og Krónunnar. Upp kom smit í kjúklingum frá Matfugli og Reykjagarði í síðustu viku á ný og voru vörur innkallaðar úr verslunum í kjölfarið. Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir ástandið mjög slæmt. „Þetta er búið að vera vandamál í marga mánuði, en núna er þetta sérstaklega slæmt,“ segir Kristinn. „Við fáum ekki nema brotabrot af því sem við pöntum.“ Kristinn segir ótrúlegt að ekki sé hægt að auka innflutningskvóta á erlendum kjúklingi til þess að anna eftirspurn á markaðnum. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir enga ástæðu til þess að auka innflutningskvóta á erlendum kjúklingi. Ráðuneytinu hafi hvorki borist formlegar fyrirspurnir um rýmkun á kvóta né athugasemdir varðandi skort á markaði. kjúklingaframleiðsla Eftir endurtekið salmonellusmit hjá kjúklingaframleiðendum segja framkvæmdastjórar verslana að skortur sé á markaðnum.fréttablaðið/hari Jón segir málið fyrst og fremst snúa að því að uppræta salmonellusmit í innlendri framleiðslu til þess að halda henni heilbrigðri. „Það er mjög strangt heilbrigðiseftirlit hér á landi og fólk þarf ekki að óttast að í búðum séu smitaðir kjúklingar,“ segir Jón. „Við höfum státað af því að vera með heilbrigðustu kjúklingaframleiðsluna miðað við nágrannalöndin. Það fer ekkert á markað sem er smitað.“ Jón segir að innfluttum kjúklingi fylgi ekki heilbrigðisvottorð varðandi salmonellu. „Erlendur kjúklingur er ekkert endilega laus við salmonellu,“ segir hann. „Það fylgir ekkert vottorð með innfluttum kjúklingi hvort hann er salmonellufrír eða ekki.“ Þorvaldur H. Þórðarson, framkvæmdastjóri innflutningsmála hjá Matvælastofnun, fullyrðir þó að innfluttum kjúklingi fylgi vottun um að hann sé salmonellufrír. Hann vísar þó á ráðuneytið hvað varðar rýmkun á innflutningstollum sökum mögulegs skorts á innlendum kjúklingi. Um 250 tonn af kjúklingi voru urðuð í sumar vegna salmonellusýkingar sem upp kom í eldishúsum Reykjagarðs og Matfugls. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira