Sakaði fréttakonu Rúv um heimsku og vanþekkingu SB skrifar 8. nóvember 2010 14:46 Sofi Oksanen þykir hörð í horn að taka. Mynd/Stefán Karlsson. Fréttakonan Linda Blöndal á Rúv lenti í orðaskaki við finnska verðlaunaskáldið Sofi Oksanen á afhendingu norrænu bókmenntaverðlaunana í síðustu viku. Sofi sakaði fréttakonuna um vanþekkingu og heimsku. Spjalli þeirra var útvarpað í Síðdegisútvarpinu á Rás tvö. Heimskulegar spurningar DV birti um helgina útdrátt úr viðtali Lindu Blöndal við Sofi Oksanen og þar féllu meðal annars þessi orð: Linda: Er sagan þá skáldsaga? (e. Fiction) Oksanen: Þetta er skáldsaga! (e. Novel) Og þú veist hvernig skáldsögur eru skilgreindar? Vinsamlegast komdu með einhverjar gáfulegri spurningar ef þú vilt... verða eitthvað. Linda: Þarf ég að vera með gráðu í bókmenntafræði til að spjalla við þig? Oksanen: Nei, þú þarft þess ekki. En þú veist hvað skáldsaga er? Linda: Já, ég veit það. Oksanen: Afhverju ertu þá að spyrja heimskulegra spurninga? Eiríkur Örn Norðdahl. Rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl segir dónaskap Sofi Oksanen endurspegla það metnaðarleysi og skort á fagmennsku sem einkenni íslenska menningarumfjöllun.„Því dónaskapur Sofi Oksanen var auðvitað bara sá að taka ekki tillit til þess að Íslendingar spila (fyrir leti sakir) í þriðju deild í menningarmálum - menning á Íslandi er bara innanholur skemmtanaiðnaður sem gengur út á að brosa og þykjast segja eitthvað. Hreyfa varirnar og kinka kolli. Og eini dónaskapurinn sem Sofi Oksanen sýndi Íslendingum var að haga sér einsog maður - dónaskapur hennar voru mannasiðir í fullkomnasta skilningi þess orðs," segir Eiríkur Örn Norðdahl í greininni sem birtist á vefritinu Smugunni. Deilt um grein EiríksEiríkur er búsettur í Finnlandi en hefur oft vakið athygli fyrir beitta samfélagsgagnrýni. Grein Eiríks hefur svo sannarlega vakið athygli og hrist upp í menningarumræðunni á landinu því um þúsund manns hafa deilt henni á Fésbókinni þar sem þekktir rithöfundar líkt og Hallgrímur Helgason og Illugi Jökulsson hafa tjáð sig um gagnrýni Eiríks. Þá hefur þáttastjórnandinn Egill Helgason einnig kvatt sér hljóðs: „Ég þykist reyndar skynja biturð hjá Eiríki vegna þess að bækur hans hafa fengið frekar lélegar viðtökur sumar hverjar, en ég held að fáir höfundar komið oftar í Kiljuna en einmitt hann." Auglýsir eftir snobbiEiríkur Örn segir fólk sem spyr spurninga á borð við „Er bókin persónuleg?" og „Er þetta skáldskapur?" myndi einfaldlega ekki fá vinnu við menningarumfjöllun á stærri miðlum í Evrópu: „og fólk sem sýnir viðmælendum sínum minnimáttarkenndarhroka á borð við að spyrja hvort maður þurfi „bókmenntafræðipróf" til að fá að tala við það, fær ekki vinnu í fjölmiðlum - punktur basta," segir Eiríkur og auglýsir eftir meiri metnaði - jafnvel snobbi. „Á Íslandi er enginn kúltúr fyrir sérþekkingu eða kunnáttu - við höfum lengst af verið svo fá að við hlaupum bara í þau störf sem þarf að vinna, hvort sem að við kunnum þau eða ekki, og vonum að það fari ekki of illa. Við sjáum þetta í stjórnmálastéttinni, fjölmiðlastéttinni, forleggjarastéttinni, viðskiptastéttinni, fræðimannastéttinni, menningarstéttinni - úti um allt: fúsk, fúsk, fúsk og aftur fúsk."Hér má lesa grein Eiríks Arnar í heild sinni og hér fyrir neðan er viðtal Bergsteins Sigurðssonar við Oksanen úr Fréttablaðinu. Tengdar fréttir Sofi Oksanen í viðtali: Frjór jarðvegur til að misnota fólk Finnski rithöfundurinn Sofi Oksanen tekur við bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs í dag fyrir skáldsöguna Hreinsun. Í samtali við Fréttablaðið segist hún hafa viljað vekja athygli á sögu eistnesku þjóðarinnar undir járnhæl Sovétríkjanna. 3. nóvember 2010 06:00 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Fréttakonan Linda Blöndal á Rúv lenti í orðaskaki við finnska verðlaunaskáldið Sofi Oksanen á afhendingu norrænu bókmenntaverðlaunana í síðustu viku. Sofi sakaði fréttakonuna um vanþekkingu og heimsku. Spjalli þeirra var útvarpað í Síðdegisútvarpinu á Rás tvö. Heimskulegar spurningar DV birti um helgina útdrátt úr viðtali Lindu Blöndal við Sofi Oksanen og þar féllu meðal annars þessi orð: Linda: Er sagan þá skáldsaga? (e. Fiction) Oksanen: Þetta er skáldsaga! (e. Novel) Og þú veist hvernig skáldsögur eru skilgreindar? Vinsamlegast komdu með einhverjar gáfulegri spurningar ef þú vilt... verða eitthvað. Linda: Þarf ég að vera með gráðu í bókmenntafræði til að spjalla við þig? Oksanen: Nei, þú þarft þess ekki. En þú veist hvað skáldsaga er? Linda: Já, ég veit það. Oksanen: Afhverju ertu þá að spyrja heimskulegra spurninga? Eiríkur Örn Norðdahl. Rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl segir dónaskap Sofi Oksanen endurspegla það metnaðarleysi og skort á fagmennsku sem einkenni íslenska menningarumfjöllun.„Því dónaskapur Sofi Oksanen var auðvitað bara sá að taka ekki tillit til þess að Íslendingar spila (fyrir leti sakir) í þriðju deild í menningarmálum - menning á Íslandi er bara innanholur skemmtanaiðnaður sem gengur út á að brosa og þykjast segja eitthvað. Hreyfa varirnar og kinka kolli. Og eini dónaskapurinn sem Sofi Oksanen sýndi Íslendingum var að haga sér einsog maður - dónaskapur hennar voru mannasiðir í fullkomnasta skilningi þess orðs," segir Eiríkur Örn Norðdahl í greininni sem birtist á vefritinu Smugunni. Deilt um grein EiríksEiríkur er búsettur í Finnlandi en hefur oft vakið athygli fyrir beitta samfélagsgagnrýni. Grein Eiríks hefur svo sannarlega vakið athygli og hrist upp í menningarumræðunni á landinu því um þúsund manns hafa deilt henni á Fésbókinni þar sem þekktir rithöfundar líkt og Hallgrímur Helgason og Illugi Jökulsson hafa tjáð sig um gagnrýni Eiríks. Þá hefur þáttastjórnandinn Egill Helgason einnig kvatt sér hljóðs: „Ég þykist reyndar skynja biturð hjá Eiríki vegna þess að bækur hans hafa fengið frekar lélegar viðtökur sumar hverjar, en ég held að fáir höfundar komið oftar í Kiljuna en einmitt hann." Auglýsir eftir snobbiEiríkur Örn segir fólk sem spyr spurninga á borð við „Er bókin persónuleg?" og „Er þetta skáldskapur?" myndi einfaldlega ekki fá vinnu við menningarumfjöllun á stærri miðlum í Evrópu: „og fólk sem sýnir viðmælendum sínum minnimáttarkenndarhroka á borð við að spyrja hvort maður þurfi „bókmenntafræðipróf" til að fá að tala við það, fær ekki vinnu í fjölmiðlum - punktur basta," segir Eiríkur og auglýsir eftir meiri metnaði - jafnvel snobbi. „Á Íslandi er enginn kúltúr fyrir sérþekkingu eða kunnáttu - við höfum lengst af verið svo fá að við hlaupum bara í þau störf sem þarf að vinna, hvort sem að við kunnum þau eða ekki, og vonum að það fari ekki of illa. Við sjáum þetta í stjórnmálastéttinni, fjölmiðlastéttinni, forleggjarastéttinni, viðskiptastéttinni, fræðimannastéttinni, menningarstéttinni - úti um allt: fúsk, fúsk, fúsk og aftur fúsk."Hér má lesa grein Eiríks Arnar í heild sinni og hér fyrir neðan er viðtal Bergsteins Sigurðssonar við Oksanen úr Fréttablaðinu.
Tengdar fréttir Sofi Oksanen í viðtali: Frjór jarðvegur til að misnota fólk Finnski rithöfundurinn Sofi Oksanen tekur við bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs í dag fyrir skáldsöguna Hreinsun. Í samtali við Fréttablaðið segist hún hafa viljað vekja athygli á sögu eistnesku þjóðarinnar undir járnhæl Sovétríkjanna. 3. nóvember 2010 06:00 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Sofi Oksanen í viðtali: Frjór jarðvegur til að misnota fólk Finnski rithöfundurinn Sofi Oksanen tekur við bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs í dag fyrir skáldsöguna Hreinsun. Í samtali við Fréttablaðið segist hún hafa viljað vekja athygli á sögu eistnesku þjóðarinnar undir járnhæl Sovétríkjanna. 3. nóvember 2010 06:00