Enski boltinn

John Terry til varnar "grófu" liðunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Terry, fyrirliði Chelsea.
John Terry, fyrirliði Chelsea. Mynd/AP
John Terry, fyrirliði Chelsea, hefur tjáð sig um gagnrýnina á grófan leik í ensku úrvalsdeildinni með því að lýsa því yfir að nokkur lið í deildinni hafi fengið ósanngjarna meðhöndlun í fjölmiðlum.

"Það sem hefur verið sagt um lið eins og Blackburn, Wolves og Stoke er mjög ósanngjarnt," sagði John Terry í viðtali við The Sun. Chelsea er einmitt á leiðinni til Blackburn um næstu helgi en Blackburn er eitt þeirra liða sem mörgum þykir spila alltof gróft.

"Við gertum ekki farið á Ewood Park og búist við að fá þrjú stig af því að við erum Chelsea Football Club. Við verðum að fara upp eftir að mæta þeim í baráttunni. Þetta verða slagsmál og við verðum að tilbúnir í átökin," sagði Terry.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×