Enski boltinn

Michael Owen aftur meiddur aftan í læri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Owen í leik á móti Chelsea.
Michael Owen í leik á móti Chelsea. Mynd/Nordic Photos/Getty
Michael Owen verður frá næstu vikurnar eftir að hann meiddist enn á ný aftan í læri á æfingu í vikunni. Owen var af þeim sökum ekki í leikmannahópi Manchester United á móti Wolves í enska deildarbikarnum í gær.

Hinn þrítugi Michael Owen hefur aðeins verð í byrjunarliðinu í þremur leikjum á þessu tímabili og hefur ekkert verið með síðan 2. október vegna umræddra vandræða aftan í læri. Owen er búinn að skora 3 mörk í 7 leikjum á þessu tímabili og alls 12 mörk í 38 leikjum í búningi Manchester United.

Owen hefur verið mikið meiddur á sínum ferli og það breyttist ekkert við það að fara til manchester United. Hann missti sem dæmi af þremur mánuðum á síðasta tímabili vegna meiðsla og lék þá sinn síðasta leik á tímabilinu 28. febrúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×