Mesti hávaðinn í trompetinum 4. desember 2010 19:15 Kristjón Daðason stundar nám við hinn virta Tónlistarháskóla í Árósum í Danmörku. Kristjón Daðason frá Stykkishólmi stundar trompetnám við Tónlistarháskólann í Árósum í Danmörku og stendur sig með prýði. Hinn sextán ára Baldvin Oddsson er ekki eini ungi trompetleikarinn sem er að gera það gott í útlöndum því Kristjón Daðason, 25 ára úr Stykkishólmi, er á þriðja ári við Tónlistarháskólann í Árósum í Danmörku. Íslenskir tónlistarunnendur ættu að kannast við verk hans því hann spilaði inn á síðustu plötu Diktu, Get It Together, og kom við sögu í hinu vinsæla lagi Sprengjuhallarinnar, Verum í sambandi. Einnig spilaði hann inn á plötu Ampop, Sail to the Moon. „Þetta er í rauninni bara snilld," segir Kristjón um skólann í Árósum, sem er mjög virtur. Hann er með fjórtán öðrum trompetleikurum í bekk og er það stærsti bekkur skólans, með nemendum frá níu löndum. Kristjón byrjaði sjö ára að læra á trompet hjá pabba sínum, Daða Þór Einarssyni, sem var tónlistarskólastjóri í Stykkishólmi en er núna stjórnandi Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar. „Ég byrjaði þriggja eða fjögurra ára að spila á blokkflautu. Pabbi hafði verið með puttana í því en svo byrjaði ég á harmonikku. Mig minnir að mig hafi síðan langað að spila á eitthvert blásturshljóðfæri og það var mesti hávaðinn í trompetinum," segir Kristjón. Undanfarin ár hefur hann verið duglegur að spila með sinfóníuhljómsveitum áhugamanna víða um Danmörku og um helgina fer hann til Þýskalands til að spila með einni slíkri. Hann er að ljúka BA-prófi í skólanum um þessar mundir en stefnir á tveggja ára meistaranám. Í framhaldinu langar hann að kenna á trompet og jafnvel spila með sinfóníuhljómsveit. Spurður hvort trompetleikararnir í skólanum njóti kvenhylli segir hinn einhleypi Kristjón: „Ég er ekki bestur í mínum bekk en það er einn snillingur sem er mjög góður. Ef þú ert bestur í skólanum eru stelpurnar alveg að sýna þér áhuga." Um jólin ætlar hann að dvelja í Árósum og leikur þar meðal annars í kirkjum en um áramótin kemur hann heim og leikur á trompetinn í Lágafellskirkju á gamlárskvöld. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira
Kristjón Daðason frá Stykkishólmi stundar trompetnám við Tónlistarháskólann í Árósum í Danmörku og stendur sig með prýði. Hinn sextán ára Baldvin Oddsson er ekki eini ungi trompetleikarinn sem er að gera það gott í útlöndum því Kristjón Daðason, 25 ára úr Stykkishólmi, er á þriðja ári við Tónlistarháskólann í Árósum í Danmörku. Íslenskir tónlistarunnendur ættu að kannast við verk hans því hann spilaði inn á síðustu plötu Diktu, Get It Together, og kom við sögu í hinu vinsæla lagi Sprengjuhallarinnar, Verum í sambandi. Einnig spilaði hann inn á plötu Ampop, Sail to the Moon. „Þetta er í rauninni bara snilld," segir Kristjón um skólann í Árósum, sem er mjög virtur. Hann er með fjórtán öðrum trompetleikurum í bekk og er það stærsti bekkur skólans, með nemendum frá níu löndum. Kristjón byrjaði sjö ára að læra á trompet hjá pabba sínum, Daða Þór Einarssyni, sem var tónlistarskólastjóri í Stykkishólmi en er núna stjórnandi Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar. „Ég byrjaði þriggja eða fjögurra ára að spila á blokkflautu. Pabbi hafði verið með puttana í því en svo byrjaði ég á harmonikku. Mig minnir að mig hafi síðan langað að spila á eitthvert blásturshljóðfæri og það var mesti hávaðinn í trompetinum," segir Kristjón. Undanfarin ár hefur hann verið duglegur að spila með sinfóníuhljómsveitum áhugamanna víða um Danmörku og um helgina fer hann til Þýskalands til að spila með einni slíkri. Hann er að ljúka BA-prófi í skólanum um þessar mundir en stefnir á tveggja ára meistaranám. Í framhaldinu langar hann að kenna á trompet og jafnvel spila með sinfóníuhljómsveit. Spurður hvort trompetleikararnir í skólanum njóti kvenhylli segir hinn einhleypi Kristjón: „Ég er ekki bestur í mínum bekk en það er einn snillingur sem er mjög góður. Ef þú ert bestur í skólanum eru stelpurnar alveg að sýna þér áhuga." Um jólin ætlar hann að dvelja í Árósum og leikur þar meðal annars í kirkjum en um áramótin kemur hann heim og leikur á trompetinn í Lágafellskirkju á gamlárskvöld. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira