Innlent

Kona slasaðist í bílveltu við Hólmavík

Kona slasaðist þegar bíll hennar valt út af þjóðveginum sunnan við Hólmavík í nótt.

Hún var flutt með sjúkarflugvél frá Akureyri til Reykjavíkur og lögð á Slysadeild Landsspítalans.

Konan mun ekki hafa slasast mjög alvarlega, en tildrög slyssins liggja ekki fyrir. Lögreglan á Hólmavík rannsakar málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×