Lagði niður nefnd sem átti að endurskoða lög um erlenda fjárfesting 14. júlí 2010 19:00 Gylfi Magnússon, efnahags og viðskiptaráðherra, lagði í fyrra niður nefnd sem átti að endurskoða lög um erlenda fjárfestingu. Forveri hans skipaði nefndina árið 2007. Þáverandi viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, skipaði í nóvember 2007 nefnd til að endurskoða ákvæði gildandi laga um fjárfestingar erlendra aðila í atvinnurekstri. En það eru lögin sem Magma í Svíþjóð studdist við þegar fyrirtækið fékk heimild til að kaupa HS orku. Nefndin var skipuð fulltrúum allra þingflokka, fjögurra ráðuneyta, Samtaka atvinnulífsins, Viðskiptaráðs, ASÍ og fleiri aðila. Nefndin hélt átta fundi fram að vorinu 2008 en tók sér þá hlé frá störfum og áætlaði að koma aftur saman um haustið. En þá hrundi íslenska bankakerfið og menn urðu uppteknir af öðrum hlutum og í október 2009 leysti Gylfi Magnússon núverandi viðskiptaráðherra nefndina frá störfum. Á meðan nefndin starfaði var samþykkur bandormur á Alþingi þar sem gerðar voru breytingar á ýmsum lögum varðandi auðlindir landsins, nýtingu á þeim og takmörkunum á aðkomu útlendinga að þeim. Þá eru takmarkanir á eignarhaldi útlendinga á sjávarútvegsfyrirtækjum að finna í lögum um stjórn fiskveiða. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að innan nefndarinnar hafi verið sjónarmið um að réttast væri að afnema lögin um erlenda fjárfestingu í heilu lagi, vegna áðurnefndra sérlaga sem settu slíkum fjárfestingu takmarkanir. Þar með hefði nefnd um erlenda fjárfestingu, sem tvívegis hefur úrskurðar um eignarhald Magma á HS orku, verið leyst upp. Þá hefði mál Magma væntanlega komið með beinni hætti inn á borð viðskiptaráðherra og jafnvel fleiri ráðherra. En nefnd um erlenda fjárfestingu hefur nánast ráðherravald í úrskurðum sínum. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Gylfi Magnússon, efnahags og viðskiptaráðherra, lagði í fyrra niður nefnd sem átti að endurskoða lög um erlenda fjárfestingu. Forveri hans skipaði nefndina árið 2007. Þáverandi viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, skipaði í nóvember 2007 nefnd til að endurskoða ákvæði gildandi laga um fjárfestingar erlendra aðila í atvinnurekstri. En það eru lögin sem Magma í Svíþjóð studdist við þegar fyrirtækið fékk heimild til að kaupa HS orku. Nefndin var skipuð fulltrúum allra þingflokka, fjögurra ráðuneyta, Samtaka atvinnulífsins, Viðskiptaráðs, ASÍ og fleiri aðila. Nefndin hélt átta fundi fram að vorinu 2008 en tók sér þá hlé frá störfum og áætlaði að koma aftur saman um haustið. En þá hrundi íslenska bankakerfið og menn urðu uppteknir af öðrum hlutum og í október 2009 leysti Gylfi Magnússon núverandi viðskiptaráðherra nefndina frá störfum. Á meðan nefndin starfaði var samþykkur bandormur á Alþingi þar sem gerðar voru breytingar á ýmsum lögum varðandi auðlindir landsins, nýtingu á þeim og takmörkunum á aðkomu útlendinga að þeim. Þá eru takmarkanir á eignarhaldi útlendinga á sjávarútvegsfyrirtækjum að finna í lögum um stjórn fiskveiða. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að innan nefndarinnar hafi verið sjónarmið um að réttast væri að afnema lögin um erlenda fjárfestingu í heilu lagi, vegna áðurnefndra sérlaga sem settu slíkum fjárfestingu takmarkanir. Þar með hefði nefnd um erlenda fjárfestingu, sem tvívegis hefur úrskurðar um eignarhald Magma á HS orku, verið leyst upp. Þá hefði mál Magma væntanlega komið með beinni hætti inn á borð viðskiptaráðherra og jafnvel fleiri ráðherra. En nefnd um erlenda fjárfestingu hefur nánast ráðherravald í úrskurðum sínum.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira