Innlent

Óvenju mikið af frjókornum í andrúmsloftinu

Óvenju mikið er af frjókornum í andrúmsloftinu suðvestanlands, samkvæmt mælingum Náttúrufræðistofnunar.

Það eru einkum grasfrjó, sem eru áberandi núna, en þau eru ein þriggja tegunda frjóa, sem herja á ofnæmissjúklinga á sumrin.

Ástæða þess að óvenju mikið er af grasfrjói í lofti nú, er talin hiti og þurrviðri að undanförnu á Suðvesturlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×