Innlent

KFC stefnir Aktu taktu

Fjórir söluturnar eru reknir undir merkjum Aktu taktu.
Fjórir söluturnar eru reknir undir merkjum Aktu taktu.
Bandaríska skyndibitakeðjan Kentucky Fried Chicken er komin í hart við íslensku lúgusjoppurnar Aktu taktu. KFC hefur stefnt FoodCo. ehf., eiganda Aktu taktu, og krefst þess að fyrirtækið láti af notkun vörumerkisins Taco-Twister.

KFC á rétt á vörumerkinu Twister, og býður upp á nokkra rétti með því nafni.

Forsvarsmenn Aktu taktu hafa hins vegar hafnað umleitan KFC um að láta af notkun vörumerkisins. Þeir telja ekki forsendur fyrir því enda hafi réttur þeirra, Taco-Twister, verið á matseðli árum saman.

Það verður því dómstóla að skera úr um málið, sem verður þingfest í byrjun september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×