Innlent

Ómar Ragnarsson: Engin aska kemur úr Eyjafjallajökli

Eyjafjallajökull á sunnudaginn fyrir viku.
Eyjafjallajökull á sunnudaginn fyrir viku. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Margt bendir til að eldgosinu í Eyjafjallajökli sé að ljúka, en virknin í eldstöðinni hefur snarminnkað síðastliðinn sólahring. Ómar Ragnarsson flaug yfir eldstöðina í morgun og sá enga ösku.

Litlar hræringar eru nú í eldstöðinni í Eyjafjallajökli. Að sögn lögreglumanns á Hvolsvelli gætti þar lítilsháttar öskufalls í gær en ekkert sést nú til gossins.

Sérfræðingar á Veðurstofu Íslands segja að smá skot hafi verið í gosinu um hádegisbil í gær en síðan hafi dregið úr gosóróa á svæðinu. Ekki sé þó hægt að slá því föstu að gosinu sé að ljúka fyrr en vísindamenn hafa skoðað svæðið. Hópur frá jarðvísindastofnun fer austur nú eftir hádegi.

Ómar Ragnarsson flaug yfir eldstöðina í morgun. „Við fórum með tveimur þekktum erlendum ljósmyndurum og fórum upp allan Gígjökulinn og alveg upp í 2100 metra hæð og niður aftur. Það var ekki hægt að sjá neina ösku koma upp nema gufu."

Þá segir Ómar: „Nú skal ég ekkert segja til um það hvort það komi aska aftur og hvort þetta er hlé. Að minnsta kosti var enga ösku að sjá í þetta skiptið og það eru góð tíðindi svo framarlega sem þetta tekur sig ekki upp aftur annars staðar."





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×