Innlent

Stjórnvöld hvöttu til framkvæmda á Lækjartorgi

MYND/Vilhelm

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kynntu í morgun hvatningarátakið „Allir vinna."

Markmið fundarins er að hvetja almenning til þess að nýta sér að nú fæst endurgreiddur virðisaukaskattur af vinnu iðnaðarmanna við endurbætur á húsnæði. Endurgreiðslan er nú hundrað prósent í stað sextíu prósenta áður.

Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og forsvarsmenn aðila vinnumarkaðarins kynntu hvatningarátakið í nýbyggingunni á horni Lækjargötu og Austurstrætis og þar kom einnig fram að skattafrádráttur er einnig í boði vegna slíkra framkvæmda og getur hann numið allt að 200 þúsund krónum á einstaklinga og 300 þúsundum á fólk í sambúð. Þá var lögð áhersla á að reyna að útrýma svartri atvinnustarfssemi en með því er hægt að auka tekjur ríkisins um 40 milljarða króna á ári samkvæmt mati Samtaka iðnaðarins.

Stjórnvöld hafa ennfremur leitað til fjármálastofnana varðandi það að í boði verði framkvæmdalán á hagstæðum kjörum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×