Innlent

Um 1200 börn fæddust

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Um 1200 börn fæddust á Íslandi á öðrum ársfjórðungi
Um 1200 börn fæddust á Íslandi á öðrum ársfjórðungi
Alls fæddust 1200 börn hér á landi á öðrum fjórðungi ársins en 530 einstaklingar létust. Íslendingar voru tæplega 318 þúsund í lok ársfjórðungsins og stendur fólksfjöldinn í stað frá fyrri ársfjórðungi.

Samkvæmt tölum Hagstofunnar fluttust 710 fleiri einstaklingar frá landinu en til þess. Flestir íslenskir ríkisborgarar, sem fluttu frá landinu, fluttu til Noregs. Flestir erlendir ríkisborgarar fluttust til Póllands. Flestir íslenskir ríkisborgarar sem fluttu til landsins komu frá Danmörku, Noregi og Svíþjóðs. Erlendir ríkisborgarar sem komu til landsins voru hins vegar flestir frá Póllandi.









Á töflu frá Hagstofunni hér til hliðar sést nákvæm þróun mannfjölda á Íslandi á öðrum ársfjórðungi. Smelltu á myndina til að stækka hana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×