Hátt í 100 tónleikar á einu ári 29. nóvember 2010 06:00 Hljómsveitin FM Belfast hefur verið iðin við tónleikahald síðasta árið. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt en sömuleiðis strembið ár hjá okkur,“ segir Árni Rúnar Hlöðversson, einn af meðlimum FM Belfast. Sveitin er á sínu síðasta tónleikaferðalagi á árinu en hún hefur komið víða við og hefur haldið hátt í 100 tónleika á árinu. Þegar Fréttablaðið náði tali af Árna var hann að koma sér fyrir á hótelherbergi í Hollandi ásamt hinum í sveitinni. „Ég get ímyndað mér að þetta sé svipað og að vinna sem sjómaður, alltaf að túra,“ segir Árni hress en er ekki alveg með á hreinu hversu mörg lönd þau eru búin að sækja heim. „Það er góð spurning, við erum búin að spila á tónleikahátíðum og fara oft til Þýskalands, Frakklands og Hollands. Svo erum við líka búin að spila í Noregi, Danmörku, Belgíu, á Spáni og núna bætum við Grikklandi og Tyrklandi á listann,“ segir Árni en ferðalögin hafa ekki gengið áfallalaust fyrir sig. „Við höfum fjórum sinnum týnt farangrinum. Endurheimtum hann reyndar alltaf en það er orðið erfitt að afhenda farangurinn á flugvöllum því við höfum brennt okkur á því. Um daginn þurftum við meira að segja að spila með græjum sem við keyptum samdægurs og einni tölvu sem ég var með í handfarangri því að farangurinn fór á vitlausan stað. Svo var Lóa bitin af könguló í sumar,“ rifjar Árni upp. Sveitin kemur heim í næstu viku og hefst þá handa við að leggja drög að nýju plötunni sinni. „Við ætlum að vera í fríi og einbeita okkur að lagasmíðum. Það er sko kærkomið frí og ef við höldum tónleika yfir jólin verður það eitthvað lítið. Platan kemur út í byrjun árs og við stefnum á að fylgja henni eftir næsta vor,“ segir Árni.- áp Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira
„Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt en sömuleiðis strembið ár hjá okkur,“ segir Árni Rúnar Hlöðversson, einn af meðlimum FM Belfast. Sveitin er á sínu síðasta tónleikaferðalagi á árinu en hún hefur komið víða við og hefur haldið hátt í 100 tónleika á árinu. Þegar Fréttablaðið náði tali af Árna var hann að koma sér fyrir á hótelherbergi í Hollandi ásamt hinum í sveitinni. „Ég get ímyndað mér að þetta sé svipað og að vinna sem sjómaður, alltaf að túra,“ segir Árni hress en er ekki alveg með á hreinu hversu mörg lönd þau eru búin að sækja heim. „Það er góð spurning, við erum búin að spila á tónleikahátíðum og fara oft til Þýskalands, Frakklands og Hollands. Svo erum við líka búin að spila í Noregi, Danmörku, Belgíu, á Spáni og núna bætum við Grikklandi og Tyrklandi á listann,“ segir Árni en ferðalögin hafa ekki gengið áfallalaust fyrir sig. „Við höfum fjórum sinnum týnt farangrinum. Endurheimtum hann reyndar alltaf en það er orðið erfitt að afhenda farangurinn á flugvöllum því við höfum brennt okkur á því. Um daginn þurftum við meira að segja að spila með græjum sem við keyptum samdægurs og einni tölvu sem ég var með í handfarangri því að farangurinn fór á vitlausan stað. Svo var Lóa bitin af könguló í sumar,“ rifjar Árni upp. Sveitin kemur heim í næstu viku og hefst þá handa við að leggja drög að nýju plötunni sinni. „Við ætlum að vera í fríi og einbeita okkur að lagasmíðum. Það er sko kærkomið frí og ef við höldum tónleika yfir jólin verður það eitthvað lítið. Platan kemur út í byrjun árs og við stefnum á að fylgja henni eftir næsta vor,“ segir Árni.- áp
Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira