Innlent

Fjármagnað frá Íslandi að hluta

Vitaly Klitschko úkraínski þungavigtarhnefaleikarinn er einn dyggasti stuðningsmaður SOS-barnaþorpanna í Úkraínu.
Vitaly Klitschko úkraínski þungavigtarhnefaleikarinn er einn dyggasti stuðningsmaður SOS-barnaþorpanna í Úkraínu.
Úkraína tók í notkun sitt fyrsta barnaþorp SOS á dögunum og var það að hluta til fjármagnað fyrir íslenskt fé.

Þorpið er í Brovary, skammt frá höfuðborginni Kíev, og samanstendur af þrettán fjölskylduhúsum, þar sem eitt var byggt fyrir framlög frá Íslandi.

Árið 2004 hófu SOS-samtökin hér á landi söfnun til að fjármagna húsið, þá í fyrsta sinn sem staðið var að slíkri söfnun. Bæði einstaklingar og fyrirtæki lögðu fram fé í söfnunina og þegar er hafinn undirbúningur framkvæmda við annað þorp. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×