Undrast yfirlýsingar þingmanna Vinstri grænna 26. júlí 2010 19:10 Þrír þingmenn Vinstri grænna lýstu því yfir um helgina að þeir ætli ekki að styðja ríkisstjórnina áfram takist ekki að ógilda kaup Magma Energy á HS Orku. Forystumenn stjórnarflokkanna funduðu um málið í stjórnarráðinu í dag og ræddu við fjölmiðlamenn á staðnum. Steingrímur J. Sigfússon telur að ríkisstjórnarsamstarfið sé ekki hættu vegna málsins. „Nei það tel ég ekki vera. Við ætlum að leysa þetta mál eins og önnur og erum að vinna í því og munum halda því áfram." Fimm manna ráðherranefnd ætlar að skoða málið á næstu dögum og kanna mögulegar lausnir. „Það er allavega ljóst að það þarf að breyta lögum, meðal ananrs lögum um erlendar fjárfestingu en ég ætla ekki að gefa upp um möguleika á öðrum lagabreytingum," segir Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra. Steingrímur J. segir málið margþætt.„Við erum að skoða bæði það sérstaklega en líka heildarsamhengið, lagaumhverfið á sviði orkumála hvernig við tryggjum opinbert eignarhald og almanahagsmuni í þessum málum almennt. Það er viðfangsefni þessarar ríkisstjórnar og hefur verið frá byrjun eins og lesa má um í stjórnarsáttmálanum." Þingflokkur samfylkingarinnar hittist á óformlegum fundi nú síðdegis en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir nauðsynlegt að gera úttekt á lögmæti samningsins áður en til aðgerða er gripið. „Við höfum verið að skoða hvort að við getum haft aðkomu að þessu máli og þá er það með því að skoða sjálfstætt á vettvangi ríkisstjórnarinnar lögmæti þessa gjörnings. Og síðan lög um það að treysta betur í sessi opinbera eignaraðild að orkufyrirtækjum," segir Jóhanna og bætir við. „Síðan hugsanlega að fara í rannsókn á einkavæðingu HS orku allt frá 2007." En er Samfylkingin ekki orðin langþreytt á þessum óánægjuarmi Vinstri grænna? „Það er mjög erfitt við það að búa og óheppilegt þegar þingmenn eru með yfirlýsingar um það að ríkisstjórnin fari frá ef hitt og þetta gerist ekki . Menn eru í samvinnu saman og mig undrar sumar þessara yfirlýsingar vegna þess að það var ráðherranefnd í gangi og er til þess að útkljá þetta mál," segir Jóhanna en er ríkisstjórnarsamstarfið í hættu? „Nei, ég vona að við klárum þetta mál." Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Þrír þingmenn Vinstri grænna lýstu því yfir um helgina að þeir ætli ekki að styðja ríkisstjórnina áfram takist ekki að ógilda kaup Magma Energy á HS Orku. Forystumenn stjórnarflokkanna funduðu um málið í stjórnarráðinu í dag og ræddu við fjölmiðlamenn á staðnum. Steingrímur J. Sigfússon telur að ríkisstjórnarsamstarfið sé ekki hættu vegna málsins. „Nei það tel ég ekki vera. Við ætlum að leysa þetta mál eins og önnur og erum að vinna í því og munum halda því áfram." Fimm manna ráðherranefnd ætlar að skoða málið á næstu dögum og kanna mögulegar lausnir. „Það er allavega ljóst að það þarf að breyta lögum, meðal ananrs lögum um erlendar fjárfestingu en ég ætla ekki að gefa upp um möguleika á öðrum lagabreytingum," segir Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra. Steingrímur J. segir málið margþætt.„Við erum að skoða bæði það sérstaklega en líka heildarsamhengið, lagaumhverfið á sviði orkumála hvernig við tryggjum opinbert eignarhald og almanahagsmuni í þessum málum almennt. Það er viðfangsefni þessarar ríkisstjórnar og hefur verið frá byrjun eins og lesa má um í stjórnarsáttmálanum." Þingflokkur samfylkingarinnar hittist á óformlegum fundi nú síðdegis en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir nauðsynlegt að gera úttekt á lögmæti samningsins áður en til aðgerða er gripið. „Við höfum verið að skoða hvort að við getum haft aðkomu að þessu máli og þá er það með því að skoða sjálfstætt á vettvangi ríkisstjórnarinnar lögmæti þessa gjörnings. Og síðan lög um það að treysta betur í sessi opinbera eignaraðild að orkufyrirtækjum," segir Jóhanna og bætir við. „Síðan hugsanlega að fara í rannsókn á einkavæðingu HS orku allt frá 2007." En er Samfylkingin ekki orðin langþreytt á þessum óánægjuarmi Vinstri grænna? „Það er mjög erfitt við það að búa og óheppilegt þegar þingmenn eru með yfirlýsingar um það að ríkisstjórnin fari frá ef hitt og þetta gerist ekki . Menn eru í samvinnu saman og mig undrar sumar þessara yfirlýsingar vegna þess að það var ráðherranefnd í gangi og er til þess að útkljá þetta mál," segir Jóhanna en er ríkisstjórnarsamstarfið í hættu? „Nei, ég vona að við klárum þetta mál."
Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira