Innlent

Sætum í Herjólfi fjölgað um 100

Höfnin var formlega tekin í notkun á þriðjudag.
mynd/óskar pétur friðriksson
Höfnin var formlega tekin í notkun á þriðjudag. mynd/óskar pétur friðriksson
Sætum í ferðum Herjólfs verður fjölgað um 100 í kringum þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Í hverri ferð verða því 500 farþegar í stað 400.

Áður en hin nýja Landeyjahöfn var tekin í notkun var hámarksfjöldi farþega 500 en þar sem starfsmönnum hefur verið fækkað eftir flutninginn hefur Herjólfur eingöngu haft leyfi fyrir 400 farþegum. Í kringum þjóðhátíð verður starfsmönnum hins vegar fjölgað og því hefur fengist leyfi fyrir 500 farþegum.

Töluvert hefur borið á því að farþegar hafi mætt seint til siglingar eftir að Landeyjahöfn var opnuð og eru farþegar því hvattir til að leggja tímanlega af stað til Landeyja.- mþl



Fleiri fréttir

Sjá meira


×