Innlent

Steinunn Valdís vill í bæjarstjórastólinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steinunn Valdís hefur sótt um stöðu bæjarstjóra á Akranesi. Mynd/ Daníel.
Steinunn Valdís hefur sótt um stöðu bæjarstjóra á Akranesi. Mynd/ Daníel.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og fyrrverandi alþingismaður, er á meðal þeirra sem sóttu um starf bæjarstjóra á Akranesi. Alls sóttu 40 einstaklingar um stöðu bæjarstjóra á Akranesi. Þrír drógu umsóknir sínar til baka þannig að umsækjendur voru 37.

Á vef Akranesbæjar er listi yfir alla umsækjendur








Fleiri fréttir

Sjá meira


×