Innlent

Ný gengislánaúttekt FME - niðurstaðan svipuð

Gunnar Andersen, forstjóri fjármálaeftirlitsins.
Gunnar Andersen, forstjóri fjármálaeftirlitsins.

Ný og ítarleg úttekt Fjármálaeftirlitsins á áhrifum dóma Hæstaréttar um lögmæti gengistryggðra lána breytir ekki til muna þeirri mynd sem áður hefur verið dregin upp af afleiðingunum fyrir fjármálafyrirtækin og ríkissjóð, segir í frétt RÚV.

Gunnar Andersen, forstjóri fjármálaeftirlitsins, segir við RÚV að miðað við verstu sviðsmynd gætu dómarnir þýtt 200-300 milljarða króna tap fjármálafyrirtækjanna og að ríkissjóður þyrfti að leggja bönkunum til nýtt fé sem næmi hundrað milljörðum króna eða meira.

Þetta er fjórða úttekt Fjármálaeftirlitsins vegna gengislánanna en hún er nú mun viðameiri en þær sem áður hafa verið gerðar. Auk fjármálaeftirlitsins koma að henni starfsmenn bankanna, ytri endurskoðendur þeirra og erlent fagfyrirtæki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×