Innlent

Maður skallaður í miðbænum

Talverð ölvun var í miðbænum í nótt og voru tvær líkamsárásir tilkynntar til lögreglu. Fyrri líkamsárásin átti sér stað laust fyrir klukkan fimm. Þar hringdi maður í lögregluna og sagði fólk á bíl hafa komið og ráðist á sig. Seinni líkamsárásin tengdist skemmtistað gegnt Þjóðleikhúsinu. Klukkan tuttugu mínútur í sex barst lögreglu tilkynning um að maður hefði verið skallaður á staðnum. Að sögn vakstjóra hjá Lögreglunni í Reykjavík var nóttin annars tíðindalaus enda fjöldi fólks úr bænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×