Naomi í blóðdemantaflækju hjá Alþjóðadómstólnum 23. apríl 2010 11:19 Menn stríðsherrans eru sagðir hafa afhent fyrirsætunni blóðdemant um miðja nótt. Ofurfyrirsætan Naomi Campbell hefur dregist inn í réttarhöldin yfir Charles Taylor, fyrrverandi forseta Líberíu. Hann er ákærður um hrottalega stríðsglæpi í nágrannaríkinu Sierra Leone. Taylor er ákærður um að hafa stýrt morðum, nauðgunum og líkamsmeiðingum á meðan blóðug borgarastyrjöld, sem kostaði um 400 þúsund manns lífið, geisaði í tíu ár í Sierra Leone. Talið er að hann hafi þannig komist yfir gríðarlegt magn demanta, svokallaðra blóðdemanta, sem hann notaði síðan til að fjármagna áframhaldandi stríðsrekstur. Réttarhöldin yfir Taylor tóku óvænta stefnu þegar saksóknarar birtu vitnisburð leikkonunnar Miu Farrow. Þar segir hún frá því þegar hún, Naomi Campbell og Charles Taylor voru meðal gesta Nelson Mandela í lestarferð um Suður-Afríku árið 1997. Einn daginn hafi Naomi komið til morgunverðar og sagt henni frá því að menn Charles Taylor hafi bankað upp á herbergi hennar og gefið henni risademant um nóttina. ,,Þú gleymir því ekki þegar vinkona þín segir þér að hún hafi fengið risademant sendan til sín um miðja nótt," segir Farrow í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC. Sjónvarpsstöðin náði einnig tali af Naomi Campbell og spurði hana út í atvikið. Hún brást hin versta við, rauk út úr viðtalinu og sló í myndavélina. Samkvæmt Farrow sagðist Naomi ætla að gefa barnahjálp Nelson Mandela demantinn. Í bókum samtakanna kemur fram að svo var ekki. Aftur á móti gaf hún 50 þúsund dollara til þeirra þetta ár og það næsta. Saksóknarar halda því fram að Taylor hafi notað ferðina til Suður-Afríku til að kaupa vopn fyrir stríðsreksturinn með blóðdemöntum. Þeir vonast til að Naomi beri vitni áður en réttarhöldunum lýkur seinna á árinu. Lífið Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira
Ofurfyrirsætan Naomi Campbell hefur dregist inn í réttarhöldin yfir Charles Taylor, fyrrverandi forseta Líberíu. Hann er ákærður um hrottalega stríðsglæpi í nágrannaríkinu Sierra Leone. Taylor er ákærður um að hafa stýrt morðum, nauðgunum og líkamsmeiðingum á meðan blóðug borgarastyrjöld, sem kostaði um 400 þúsund manns lífið, geisaði í tíu ár í Sierra Leone. Talið er að hann hafi þannig komist yfir gríðarlegt magn demanta, svokallaðra blóðdemanta, sem hann notaði síðan til að fjármagna áframhaldandi stríðsrekstur. Réttarhöldin yfir Taylor tóku óvænta stefnu þegar saksóknarar birtu vitnisburð leikkonunnar Miu Farrow. Þar segir hún frá því þegar hún, Naomi Campbell og Charles Taylor voru meðal gesta Nelson Mandela í lestarferð um Suður-Afríku árið 1997. Einn daginn hafi Naomi komið til morgunverðar og sagt henni frá því að menn Charles Taylor hafi bankað upp á herbergi hennar og gefið henni risademant um nóttina. ,,Þú gleymir því ekki þegar vinkona þín segir þér að hún hafi fengið risademant sendan til sín um miðja nótt," segir Farrow í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC. Sjónvarpsstöðin náði einnig tali af Naomi Campbell og spurði hana út í atvikið. Hún brást hin versta við, rauk út úr viðtalinu og sló í myndavélina. Samkvæmt Farrow sagðist Naomi ætla að gefa barnahjálp Nelson Mandela demantinn. Í bókum samtakanna kemur fram að svo var ekki. Aftur á móti gaf hún 50 þúsund dollara til þeirra þetta ár og það næsta. Saksóknarar halda því fram að Taylor hafi notað ferðina til Suður-Afríku til að kaupa vopn fyrir stríðsreksturinn með blóðdemöntum. Þeir vonast til að Naomi beri vitni áður en réttarhöldunum lýkur seinna á árinu.
Lífið Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira