Naomi í blóðdemantaflækju hjá Alþjóðadómstólnum 23. apríl 2010 11:19 Menn stríðsherrans eru sagðir hafa afhent fyrirsætunni blóðdemant um miðja nótt. Ofurfyrirsætan Naomi Campbell hefur dregist inn í réttarhöldin yfir Charles Taylor, fyrrverandi forseta Líberíu. Hann er ákærður um hrottalega stríðsglæpi í nágrannaríkinu Sierra Leone. Taylor er ákærður um að hafa stýrt morðum, nauðgunum og líkamsmeiðingum á meðan blóðug borgarastyrjöld, sem kostaði um 400 þúsund manns lífið, geisaði í tíu ár í Sierra Leone. Talið er að hann hafi þannig komist yfir gríðarlegt magn demanta, svokallaðra blóðdemanta, sem hann notaði síðan til að fjármagna áframhaldandi stríðsrekstur. Réttarhöldin yfir Taylor tóku óvænta stefnu þegar saksóknarar birtu vitnisburð leikkonunnar Miu Farrow. Þar segir hún frá því þegar hún, Naomi Campbell og Charles Taylor voru meðal gesta Nelson Mandela í lestarferð um Suður-Afríku árið 1997. Einn daginn hafi Naomi komið til morgunverðar og sagt henni frá því að menn Charles Taylor hafi bankað upp á herbergi hennar og gefið henni risademant um nóttina. ,,Þú gleymir því ekki þegar vinkona þín segir þér að hún hafi fengið risademant sendan til sín um miðja nótt," segir Farrow í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC. Sjónvarpsstöðin náði einnig tali af Naomi Campbell og spurði hana út í atvikið. Hún brást hin versta við, rauk út úr viðtalinu og sló í myndavélina. Samkvæmt Farrow sagðist Naomi ætla að gefa barnahjálp Nelson Mandela demantinn. Í bókum samtakanna kemur fram að svo var ekki. Aftur á móti gaf hún 50 þúsund dollara til þeirra þetta ár og það næsta. Saksóknarar halda því fram að Taylor hafi notað ferðina til Suður-Afríku til að kaupa vopn fyrir stríðsreksturinn með blóðdemöntum. Þeir vonast til að Naomi beri vitni áður en réttarhöldunum lýkur seinna á árinu. Lífið Menning Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira
Ofurfyrirsætan Naomi Campbell hefur dregist inn í réttarhöldin yfir Charles Taylor, fyrrverandi forseta Líberíu. Hann er ákærður um hrottalega stríðsglæpi í nágrannaríkinu Sierra Leone. Taylor er ákærður um að hafa stýrt morðum, nauðgunum og líkamsmeiðingum á meðan blóðug borgarastyrjöld, sem kostaði um 400 þúsund manns lífið, geisaði í tíu ár í Sierra Leone. Talið er að hann hafi þannig komist yfir gríðarlegt magn demanta, svokallaðra blóðdemanta, sem hann notaði síðan til að fjármagna áframhaldandi stríðsrekstur. Réttarhöldin yfir Taylor tóku óvænta stefnu þegar saksóknarar birtu vitnisburð leikkonunnar Miu Farrow. Þar segir hún frá því þegar hún, Naomi Campbell og Charles Taylor voru meðal gesta Nelson Mandela í lestarferð um Suður-Afríku árið 1997. Einn daginn hafi Naomi komið til morgunverðar og sagt henni frá því að menn Charles Taylor hafi bankað upp á herbergi hennar og gefið henni risademant um nóttina. ,,Þú gleymir því ekki þegar vinkona þín segir þér að hún hafi fengið risademant sendan til sín um miðja nótt," segir Farrow í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC. Sjónvarpsstöðin náði einnig tali af Naomi Campbell og spurði hana út í atvikið. Hún brást hin versta við, rauk út úr viðtalinu og sló í myndavélina. Samkvæmt Farrow sagðist Naomi ætla að gefa barnahjálp Nelson Mandela demantinn. Í bókum samtakanna kemur fram að svo var ekki. Aftur á móti gaf hún 50 þúsund dollara til þeirra þetta ár og það næsta. Saksóknarar halda því fram að Taylor hafi notað ferðina til Suður-Afríku til að kaupa vopn fyrir stríðsreksturinn með blóðdemöntum. Þeir vonast til að Naomi beri vitni áður en réttarhöldunum lýkur seinna á árinu.
Lífið Menning Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira