Lífið

Bridges var undrandi á gerð True Grit

Leikur í nýjustu mynd Coen-bræðra, True Grit.
Leikur í nýjustu mynd Coen-bræðra, True Grit.

Leikarinn Jeff Bridges, sem leikur í nýjustu mynd Coen-bræðra, vestranum True Grit, var fyrst um sinn ekki viss hvort gerð hennar væri nauðsynleg. Um er að ræða nýja útgáfu af samnefndri mynd frá árinu 1969 með John Wayne í aðalhlutverki.

Bridges leikur lögreglumann sem aðstoðar fjórtán ára stúlku við að finna morðingja föður síns. „Ég skildi ekki af hverju þeir vildu endurgera myndina en þeir sögðu: „Við viljum ekki endurgera hana. Við ætlum að gera mynd eftir bókinni og ætlum ekki að vísa í kvikmyndina“,“ sagði Bridges og átti þar við Coen-bræður. Hann var ánægður með þetta svar og ákvað að slá til: „Þetta þýddi það að ég þurfti ekki að reyna að herma eftir John Wayne. Ég gat nálgast hlutverkið nákvæmlega eins og mig langaði til.“

True Grit verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Berlín 10. febrúar og bíða hennar margir með mikilli eftirvæntingu. Ekki síst vegna þess að Bridges lék fyrir tólf árum í einni vinsælustu mynd Coen-bræðra, The Big Lebowski. Þar fór hann með hlutverk hins húðlata keiluspilara, The Dude.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.