Enski boltinn

Hodgson: Engin krísa hjá Liverpool

Heit er undir Roy Hodgson
Heit er undir Roy Hodgson Getty Images

Roy Hodgson segir að það sé engin krísa hjá Liverpool þrátt fyrir að liðið sé í 19. sæti eftir átta umferðir í ensku úrvalsdeildinni. Liðið tapaði í dag fyrir Everton í nágrannaslag á Goodison Park, 2-0.

„Ég tel að við séum ekki í krísu. Miðað við hvernig við lékum í dag þá eigum við ekki að vera í botnbaráttu en sex stig eftir átta leiki er mjög slæmt. Við þurfum að byrja að vinna leiki," segir Hodgson sem vafalaust situr í heitasta knattspyrnustjórastól Englands.

Fernando Torres hefur verið eins og skugginn af sjálfum sér á þessu tímabili og Hodgson telur að lítið sjálfstraust sé vandamálið. „Hann fékk óvæga gagnrýni á HM og vantar örugglega sjálfstraust. Eitt eða tvö mörk munu laga það."
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.