Arsenikkmengun: Vísindamenn vilja rannsókn Ingimar Karl Helgason skrifar 26. ágúst 2010 18:20 Vísindamenn telja að rannsaka þurfi betur arsenikkmengun í tengslum við gufu frá Hellisheiðarvirkjun. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fullyrðir að neysluvatn á Friðarstöðu og í Hveragerði sé í lagi. Fréttastofan fór yfir allar fundargerðir Heilbrigiðiseftirlits suðurlands, frá því í mars í fyrra og til dagsins í dag. Þar er erindi ábúenda á Friðarstöðum í engu getið. Fréttastofa bar áhyggjur ábúenda á Friðarstöðum undir Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Elsa Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri eftirlitsins, gaf ekki kost á viðtali. Hún fullyrðir hins vegar að sýni hafi verið tekin úr neysluvatni í hveragerði síðla árs 2007. Þá hafi arsen vart mælt í vatninu; (verið minna en núll komma eitt míkrógramm í lítra). Haustið tvöþúsund og átta, eftir suðurlandsskjálftana það ár, hafi mælingar varla sýnt arsen (sýnt að magn arsent væri núll komma núll fimm míkrógrömm í lítranum.) Þá um vorið, fimmta maí, segir Elsa Ingjaldsdóttir, hafi verið gerð heildarúttekt á vatninu á Friðarstöðum. Magn arsens hafi þar mælst núll komma núll fimm míkrógrömm í lítanum. Samkvæmt gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum, hafa ábúendur á friðarstöðum sett sig í samband við Heilbrigðiseftirlitið, snemma í apríl og beðið um athugun á vatninu. Síðan fást þau svör að slíkt sýnataka kosti hundrað þúsund krónur, sem greiðist af þeim sem óski eftir sýnatökunni; enda hafi eftirlitið hvorki heimildir né fjármagn til að greiða kostnað sem hljótist af beiðnum sem ekki falli undir lögbundið hlutverk. Friðarstaðaábúendur spyrja þá á móti hvort það sé ekki lögbundið hlutverk heilbrigðiseftirlitsins að kanna hvort neysluvatn sé í lagi - það virðist síðan hafa verið gert. Í reglugerð um neysluvatn segir að miða sé við tíu míkrógrömm af arseni í lítra neysluvatns. Fram kemur í matsskýrslu fyrir stækkun Hellisheiðarvirkjunar að styrkur arsens í affallsvatni næmi sjötíu og fjórum míkrógrömmum. Rætt er um að gerðar verði ðeigandi ráðstafanir. Fram kemur í skýrslu sem gerð var fyrir Orkuveitu Reykjavíkur í fyrra, um mosaskemmdir vegna gufu frá Hellisheiðarvirkjun, að rannsaka þurfi frekar þolmörk mosans gagnvart ákveðnum efnum, og er arsen þar sérstaklega tiltekið ásamt fleiri efnum. Orkuveita Reykjavíkur upplýsti fréttastofu að rannsóknir stæðu enn, þó hefði ekki verið farið í beint framhald. Kannað væri hvort styrkja megi mosann með áburðu og öðrum plöntum. Skroll-Fréttir Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Vísindamenn telja að rannsaka þurfi betur arsenikkmengun í tengslum við gufu frá Hellisheiðarvirkjun. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fullyrðir að neysluvatn á Friðarstöðu og í Hveragerði sé í lagi. Fréttastofan fór yfir allar fundargerðir Heilbrigiðiseftirlits suðurlands, frá því í mars í fyrra og til dagsins í dag. Þar er erindi ábúenda á Friðarstöðum í engu getið. Fréttastofa bar áhyggjur ábúenda á Friðarstöðum undir Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Elsa Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri eftirlitsins, gaf ekki kost á viðtali. Hún fullyrðir hins vegar að sýni hafi verið tekin úr neysluvatni í hveragerði síðla árs 2007. Þá hafi arsen vart mælt í vatninu; (verið minna en núll komma eitt míkrógramm í lítra). Haustið tvöþúsund og átta, eftir suðurlandsskjálftana það ár, hafi mælingar varla sýnt arsen (sýnt að magn arsent væri núll komma núll fimm míkrógrömm í lítranum.) Þá um vorið, fimmta maí, segir Elsa Ingjaldsdóttir, hafi verið gerð heildarúttekt á vatninu á Friðarstöðum. Magn arsens hafi þar mælst núll komma núll fimm míkrógrömm í lítanum. Samkvæmt gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum, hafa ábúendur á friðarstöðum sett sig í samband við Heilbrigðiseftirlitið, snemma í apríl og beðið um athugun á vatninu. Síðan fást þau svör að slíkt sýnataka kosti hundrað þúsund krónur, sem greiðist af þeim sem óski eftir sýnatökunni; enda hafi eftirlitið hvorki heimildir né fjármagn til að greiða kostnað sem hljótist af beiðnum sem ekki falli undir lögbundið hlutverk. Friðarstaðaábúendur spyrja þá á móti hvort það sé ekki lögbundið hlutverk heilbrigðiseftirlitsins að kanna hvort neysluvatn sé í lagi - það virðist síðan hafa verið gert. Í reglugerð um neysluvatn segir að miða sé við tíu míkrógrömm af arseni í lítra neysluvatns. Fram kemur í matsskýrslu fyrir stækkun Hellisheiðarvirkjunar að styrkur arsens í affallsvatni næmi sjötíu og fjórum míkrógrömmum. Rætt er um að gerðar verði ðeigandi ráðstafanir. Fram kemur í skýrslu sem gerð var fyrir Orkuveitu Reykjavíkur í fyrra, um mosaskemmdir vegna gufu frá Hellisheiðarvirkjun, að rannsaka þurfi frekar þolmörk mosans gagnvart ákveðnum efnum, og er arsen þar sérstaklega tiltekið ásamt fleiri efnum. Orkuveita Reykjavíkur upplýsti fréttastofu að rannsóknir stæðu enn, þó hefði ekki verið farið í beint framhald. Kannað væri hvort styrkja megi mosann með áburðu og öðrum plöntum.
Skroll-Fréttir Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira