Fóðra kanínur í trássi við reglur borgarinnar Kristján Hjálmarsson skrifar 26. ágúst 2010 06:30 Jón Þorgeir Ragnarsson, íbúi í Elliðaárdalnum, segir að kanínur hafi verið þar um langt skeið. "Ég held að fyrsta kanínan hafi komið úr hverfinu hér fyrir ofan. Svo eru einhverjir sem hafa komið og skilið kanínur hér eftir. En þegar fólk spyr hvort við eigum þær segi ég nei. Þær hljóta að eiga sig sjálfar,“ segir Jón Þorgeir. Fréttablaðið/stefán Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur íhugar nú hvort ástæða sé til að skera upp herör gegn kanínum sem hreiðrað hafa um sig í Elliðaárdalnum. Kanínum þar hefur fjölgað gríðarlega síðustu ár og nú er svo komið að íbúar í dalnum, sem og útivistarfólk sem á þar leið um, hafa fengið nóg. Kanínurnar éti gróður, bæði á einkalóðum sem og í borgarlandinu, þær hafi áhrif á fuglalíf auk þess sem af þeim stafi slysahætta. Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, segir að eftirlitinu hafi borist nokkrar ábendingar vegna kanínanna. Málið sé í skoðun hjá eftirlitinu ekki síst vegna slysahættunnar sem þeim fylgi. „Þær eiga það til að hlaupa út á Breiðholtsbrautina og geta valdið slysum þar. Eins éta þær gróður hjá íbúum í dalnum sem og í borgarlandinu," segir Árný.Ekki keypt eina einustu kanínu Kanínurnar í Elliðaárdal sækja margar hverjar í heimili Jóns Þorgeirs Ragnarssonar og Halls Heiðars Hallssonar sem búa á Skálará við Vatnsveituveg en þeir fóðra kanínurnar daglega. Ekki eru allir sáttir við það og telja sumir að þeir stuðli að fjölgun nagdýranna. Jón Þorgeir segir þá ekki halda kanínur enda hafi þeir aldrei keypt eina einustu kanínu. „En þær eru hérna í kring og við gefum þeim að borða," segir hann. „Þegar ég er spurður hvort við eigum kanínurnar segi ég alltaf nei. Þær eiga sig sjálfar." Lausaganga kanína er með öllu óheimil samkvæmt samþykkt Reykjavíkurborgar um gæludýrahald. Halda verður kanínum innan girðingar eða lóðamarka og bannað er að fóðra þær utan þeirra. Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins segir það ekki ganga að verið sé að fóðra kanínurnar. „Við verðum að tala við þá, því þetta á ekki að líðast. Ef þeir velja að halda kanínur þá verða þeir að gera það inni á sinni lóð," segir Árný.Fólk kemur til að skoða Jón Þorgeir segir að hann og sambýlismaður hans séu ekki þeir einu sem gefi kanínunum að borða. „Hingað kemur fólk frá veitingastöðum, sjúkrahúsum og öðrum stöðum til að gefa þeim." Hann telur að um sjötíu til áttatíu kanínur séu í Elliðaárdalnum. Aðrir sem Fréttablaðið hefur rætt við telja að þær séu á annað hundrað talsins. Jón Þorgeir segir að kanínurnar veki athygli þar sem þær séu mjög spakar. Fólk komi í dalinn til að skoða þær. Hann segir þó sumt fólk, ketti og máva drepa kanínurnar. „Mér finnst það forréttindi að fá að umgangast dýrin frjáls en við eigum þær ekki," segir hann „Mér finnst yndislegt að fá að umgangast dýrin í sínu náttúrulega umhverfi en þau koma aldrei hingað inn. Við erum meira að segja hættir að klappa þeim því ef þær eru gæfar eru þær dauðar," segir Jón Þorgeir. Tengdar fréttir Margbrotinn eftir árekstur við kanínu Hlöðver Jökulsson slasaðist illa eftir að hann hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum. Lungað féll saman og bein brotnuðu. Hann brýnir borgina til verka gegn fjölgun kanína sem hann segir að viss um að hafa valdið fleri slysum. 11. október 2016 06:00 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur íhugar nú hvort ástæða sé til að skera upp herör gegn kanínum sem hreiðrað hafa um sig í Elliðaárdalnum. Kanínum þar hefur fjölgað gríðarlega síðustu ár og nú er svo komið að íbúar í dalnum, sem og útivistarfólk sem á þar leið um, hafa fengið nóg. Kanínurnar éti gróður, bæði á einkalóðum sem og í borgarlandinu, þær hafi áhrif á fuglalíf auk þess sem af þeim stafi slysahætta. Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, segir að eftirlitinu hafi borist nokkrar ábendingar vegna kanínanna. Málið sé í skoðun hjá eftirlitinu ekki síst vegna slysahættunnar sem þeim fylgi. „Þær eiga það til að hlaupa út á Breiðholtsbrautina og geta valdið slysum þar. Eins éta þær gróður hjá íbúum í dalnum sem og í borgarlandinu," segir Árný.Ekki keypt eina einustu kanínu Kanínurnar í Elliðaárdal sækja margar hverjar í heimili Jóns Þorgeirs Ragnarssonar og Halls Heiðars Hallssonar sem búa á Skálará við Vatnsveituveg en þeir fóðra kanínurnar daglega. Ekki eru allir sáttir við það og telja sumir að þeir stuðli að fjölgun nagdýranna. Jón Þorgeir segir þá ekki halda kanínur enda hafi þeir aldrei keypt eina einustu kanínu. „En þær eru hérna í kring og við gefum þeim að borða," segir hann. „Þegar ég er spurður hvort við eigum kanínurnar segi ég alltaf nei. Þær eiga sig sjálfar." Lausaganga kanína er með öllu óheimil samkvæmt samþykkt Reykjavíkurborgar um gæludýrahald. Halda verður kanínum innan girðingar eða lóðamarka og bannað er að fóðra þær utan þeirra. Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins segir það ekki ganga að verið sé að fóðra kanínurnar. „Við verðum að tala við þá, því þetta á ekki að líðast. Ef þeir velja að halda kanínur þá verða þeir að gera það inni á sinni lóð," segir Árný.Fólk kemur til að skoða Jón Þorgeir segir að hann og sambýlismaður hans séu ekki þeir einu sem gefi kanínunum að borða. „Hingað kemur fólk frá veitingastöðum, sjúkrahúsum og öðrum stöðum til að gefa þeim." Hann telur að um sjötíu til áttatíu kanínur séu í Elliðaárdalnum. Aðrir sem Fréttablaðið hefur rætt við telja að þær séu á annað hundrað talsins. Jón Þorgeir segir að kanínurnar veki athygli þar sem þær séu mjög spakar. Fólk komi í dalinn til að skoða þær. Hann segir þó sumt fólk, ketti og máva drepa kanínurnar. „Mér finnst það forréttindi að fá að umgangast dýrin frjáls en við eigum þær ekki," segir hann „Mér finnst yndislegt að fá að umgangast dýrin í sínu náttúrulega umhverfi en þau koma aldrei hingað inn. Við erum meira að segja hættir að klappa þeim því ef þær eru gæfar eru þær dauðar," segir Jón Þorgeir.
Tengdar fréttir Margbrotinn eftir árekstur við kanínu Hlöðver Jökulsson slasaðist illa eftir að hann hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum. Lungað féll saman og bein brotnuðu. Hann brýnir borgina til verka gegn fjölgun kanína sem hann segir að viss um að hafa valdið fleri slysum. 11. október 2016 06:00 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Margbrotinn eftir árekstur við kanínu Hlöðver Jökulsson slasaðist illa eftir að hann hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum. Lungað féll saman og bein brotnuðu. Hann brýnir borgina til verka gegn fjölgun kanína sem hann segir að viss um að hafa valdið fleri slysum. 11. október 2016 06:00