Enski boltinn

Carlos Tevez að deyja úr heimþrá

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez.
Carlos Tevez. Mynd/AP

Roque Santa Cruz, liðsfélagi Carlos Tevez hjá Manchester City, segir að argentínski framherjinn glími við mikla heimþrá þessa dagana og þess vegna sé hann ekki að njóta lífsins sem fótboltamaður.

Tevez hefur sjálfur talað mikið um að hann sé orðinn þreyttur og leiður á lífinu sem atvinnufótboltamaður í Englandi.

„Hann vill vera hjá sínu fólki í Argentínu. Hjartað hans er hjá fjölskyldunni og dætrum hans. Þegar föðurlandið kallar á þig þá ertu tilbúinn að gefa allt frá þér. Ég held samt að hann muni klára samninginn sinn hjá City áður en hann snýr aftur heim," sagði Roque Santa Cruz en Tevez er með samning til ársins 2014.

Þrátt fyrir kvartanir Carlos Tevez í viðtölum við fjölmiðla þá er ekki mikið hægt að finna að leik hans inn á vellinum því Tevez hefur skorað 7 af 12 mörkum Caity í fyrstu 9 deildarleikjunum á tímabilinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×