Hótaði fangaverði lífláti í stroktilraun 6. janúar 2010 06:00 Gæsluvarðhald var framlengt enn einu sinni yfir brasilíska lýtalækninum Ramos í gær. Hann hefur ætíð áfrýjað gæsluvarðhaldsúrskurðinum til Hæstaréttar, án árangurs. Brasilíski gæsluvarðhaldsfanginn Hosmany Ramos hótaði fangaverði lífláti um hádegisbilið í gær þegar verið var að færa hann fyrir dómara, til framlengingar á gæsluvarðhaldi hans, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Áður hafði honum tekist að útbúa á laun oddhvasst stunguvopn, sem hann hótaði fangaflutningamanninum með. „Ég get staðfest að gæsluvarðhaldsfanginn Hosmany Ramos gerði tilraun til stroks frá flutningsmönnum Fangelsismálastofnunar vopnaður heimatilbúnu eggvopni," segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, spurður um atvikið. Að sögn Páls var Ramos handjárnaður í fangaflutningabílnum. Hann var með grisju á öðrum úlnliðnum vegna meintra meiðsla þar. Grisjan varð til þess að honum tókst að losa annað handjárnið fram af hendinni. Leiðin lá frá Hegningarhúsinu að Héraðsdómi Reykjavíkur. Þegar bíllinn var stöðvaður og dyr hans opnaðar rauk Ramos út úr honum og burt. Flutningsmennirnir hlupu á eftir honum og lögreglubíl sem var á næstu grösum var beygt í veg fyrir hann. Þegar annar flutningsmannanna hugðist taka Ramos sneri hann sér að honum og hótaði honum lífláti með eggvopninu. Hann var engu síður handsamaður af flutningsmönnunum tveimur og lögreglumanninum, innan við mínútu frá flóttatilrauninni. „Svo virðist sem strokið hafi verið þaulskipulagt og eggvopn það sem hann beitti vandlega gert," segir Páll enn fremur. „Við búum við sífellt harðari heim brotamanna og þessi rækilega undirbúna stroktilraun er enn ein birtingarmynd slíks. Ég er þó afar ánægður með fangaverði og lögreglumann sem handsömuðu fangann nánast samstundis." Ekki liggur fyrir hvort Ramos hafi átt sér vitorðsmenn en málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hosmany, sem er á sjötugsaldri, hefur tvívegis hlotið þunga dóma í Brasilíu. Árið 1998 var hann dæmdur í 24 ára fangelsi fyrir rán, mannrán og mótþróa við handtöku. Á Þorláksmessu í fyrra fékk Hosmany leyfi til að vera heima yfir jólin en sneri ekki aftur til afplánunar. Skömmu síðar var gefin út handtökuskipun á hendur honum. Það var síðan 9. ágúst sem hann var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þegar hann framvísaði vegabréfi bróður síns. Síðan þá hefur hann setið í gæsluvarðhaldi. Dómsmálaráðuneytið hefur fallist á framsalsbeiðni brasilískra yfirvalda varðandi hann. jss@frettabladid.is Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
Brasilíski gæsluvarðhaldsfanginn Hosmany Ramos hótaði fangaverði lífláti um hádegisbilið í gær þegar verið var að færa hann fyrir dómara, til framlengingar á gæsluvarðhaldi hans, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Áður hafði honum tekist að útbúa á laun oddhvasst stunguvopn, sem hann hótaði fangaflutningamanninum með. „Ég get staðfest að gæsluvarðhaldsfanginn Hosmany Ramos gerði tilraun til stroks frá flutningsmönnum Fangelsismálastofnunar vopnaður heimatilbúnu eggvopni," segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, spurður um atvikið. Að sögn Páls var Ramos handjárnaður í fangaflutningabílnum. Hann var með grisju á öðrum úlnliðnum vegna meintra meiðsla þar. Grisjan varð til þess að honum tókst að losa annað handjárnið fram af hendinni. Leiðin lá frá Hegningarhúsinu að Héraðsdómi Reykjavíkur. Þegar bíllinn var stöðvaður og dyr hans opnaðar rauk Ramos út úr honum og burt. Flutningsmennirnir hlupu á eftir honum og lögreglubíl sem var á næstu grösum var beygt í veg fyrir hann. Þegar annar flutningsmannanna hugðist taka Ramos sneri hann sér að honum og hótaði honum lífláti með eggvopninu. Hann var engu síður handsamaður af flutningsmönnunum tveimur og lögreglumanninum, innan við mínútu frá flóttatilrauninni. „Svo virðist sem strokið hafi verið þaulskipulagt og eggvopn það sem hann beitti vandlega gert," segir Páll enn fremur. „Við búum við sífellt harðari heim brotamanna og þessi rækilega undirbúna stroktilraun er enn ein birtingarmynd slíks. Ég er þó afar ánægður með fangaverði og lögreglumann sem handsömuðu fangann nánast samstundis." Ekki liggur fyrir hvort Ramos hafi átt sér vitorðsmenn en málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hosmany, sem er á sjötugsaldri, hefur tvívegis hlotið þunga dóma í Brasilíu. Árið 1998 var hann dæmdur í 24 ára fangelsi fyrir rán, mannrán og mótþróa við handtöku. Á Þorláksmessu í fyrra fékk Hosmany leyfi til að vera heima yfir jólin en sneri ekki aftur til afplánunar. Skömmu síðar var gefin út handtökuskipun á hendur honum. Það var síðan 9. ágúst sem hann var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þegar hann framvísaði vegabréfi bróður síns. Síðan þá hefur hann setið í gæsluvarðhaldi. Dómsmálaráðuneytið hefur fallist á framsalsbeiðni brasilískra yfirvalda varðandi hann. jss@frettabladid.is
Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira